Hljómalind, fínasta kaffíhús á íslandi og yndislegt fólk á bakvið þá starfsemi..

Já ég tel Kaffi Hljómalind vera best rekna kaffíhús sem sögur fara af. Þar er allt miðað við að gefa sem opnasta möguleika fyrir alla.  Menn geta setiðþar lon og don með tölvuna sína og spjallað. Ekkert spáð í hvað menn kaupa mikið eða lítið. Þetta er í raun einsog félagsmiðstöð. Lítið herbergi á bakvið algerlega opið fyrir uppákomur og námskið. Bókasafn þar sem fólki er treyst til að lána sjálft hvað það vill. Og markaður listamanna niðri. Tilkynningar af öllu tagi um alla veggi. Allt gert í raun til að styðja við sprota og frumkvæði og kósíheit og menningu af öllu tagi.  Enginn ritskoðun á neinu. Allir meðteknir og studdir eftir mætti. Á kaffi Hljómalind eru lika margir bestu fundir haldnir á vegum mótmælanda, þ.e. til dæmis fundað þar kl 1 á Laugardögum, í hóp sem kallast frá lygræði til lýðræðis og margir góðir frummælendur komið þar með gott innleg um hvernig við þurfum og getum unnið stjórnarskrána frá því að vera hreint bull sem valdnýðslumenn hafa einir komið að yfir í að vera plagg sem kemur allri þjóðinni að gagni og landinu og náttúrunni. Þessi hópur stefnir að því að boðað verði til kosninga um nýja stjórnarskrá, semsagt kosið sérstakt stjórnlagaþing. Þetta er hið mesta þjóðþrifamál. Og í gær kom ég við í Hljómalind, þá voru konur þar að æfa jólalög í bakherberginu og svo var barnasamkoma sýndist mér og fjölskyldugleði. Já ausum huglægum og hjartanlegum fálkaorðum og kossum yfir þetta fólk sem passar uppá Hljómalind og stuðningi. Hér er kærleiksfólk með vin í eyðimörk egóismans og sjálfhyggjunnar sem stjórn landsins stendur fyrir, því miður. Já það er við ramman reip að draga að glíma við sám frænda ég veit það. En semsagt, takk fyrir ykkar frábæra framlag aðstandendur kaffi Hljómalindar. Þið eruð bara raunverulegur draumur öllsömun. Namastaste!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband