fréttir frá Akureyri..

Mér finnst fréttirnar frá Akureyri vera oft svo glaðlegar og góður andi í mótmælendum þar.
Hún heitir Gudrun Þórs sem sent hefur boð um þessa fundi undir yfirskriftinni Virkjum lýðræðið. Svo hefur lögregla bæjarins verið einstaklega jákvæð þarna. Lögreglumenn tekið til máls og mótmælt stjórnvöldum. Og í stað þess að búast við slagsmálum og riskingum og gasi í anda Björns, þá tóku þeir annan tón í hæðirnar, sumsé þeir mótmæla lögreglumennirnir og gefa líka kakó til þeirra sem mótmæla. Allt mun kærleiksríkara en gerist fyrir sunnan. Og nú í síðustu mótmælum þá var byggður upp hringur á torginu. Tákn samstöðu og einingar. Tákn sólar og lífs og félagshyggju. Ég verð að seigja að ég tek ofan fyrir Akureyrardeildinni. Þau eru bara mun þroskaðari þarna fyrir norðan en aðrir landshlutar virðist vera. Og 80 manns af 18.000 er svipað hlutfall og 700 af  150.000.  Ég sakna þess að hafa ekki haft aðstöðu til að ganga með Akureyringum. Virðist vera mjög góður hópur og samhenntur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband