28.12.2008 | 12:38
"yfir sofandi Jörð hef ég flutt hina hvítu frégn"
Fyrir nú utan að stjórnvöld og þingið og fjölmiðlar bisast við að svæfa sig með amerískum lygavaðalshætti hýmandi yfir þeirri von að "allt lagist" í faðmi alþjóða þjófa "stofnunarinnar" þá er sorglegt hvað mótmælendur eru lengi að koma sér saman um lýðræðisleg vinnubrögð. Hörður er bara sóló í þessu laugardagsdæmi og dettur ekki í hug greinilega að það þurfi að ræða við neinn um tilhögun fundanna og Gunnar telur sig einskonar "eiganda" af borgarafundonum. Þó er Gunnar skárri en Hörður með þetta. Það eru þó fundað með fólkinu þar. En það er þó langt í land að mótmælendur hafi áttað sig á að við náum ekki árangri fyrr en við erum með alla í breiðfylkingu og allar aðgerðir samræmdar og að ef að við sem viljum breytingar kunnum ekki að ræða saman og finna sameiginlega niðurstöður þá erum við að sækja í sama far og Geir og félagar, þ.e. foringjaræði og flokksklíkur. Þessvegna eru foringjaleysingjarnir, þau með svörtu fánanna verulegir félagsskítar að koma ekki inná borgarafundina og leiðbeina þeim sem vanastir eru yfirgangi egóbolta í hvernig þeir fara að í að taka ákvarðanir án þess að kjósa sér "stjóra". Ef við getum komið samkomulagshefðinni í gang á borgarafundunum þá erum við komin með vísir að nýrri stjórn. Við mótmælendurnir erum í raun tugþúsundir en kjarnin er máski innanvið eða um þúsund. En ef við tækjum landið allt þá er ég á því að við séum vel yfir helmingur landsmanna. Það sýna kannanir. Þá er bara að virkja þetta afl og það gerist ekki nema að við sem erum í kjarnanum sýnum af okkur rögg og komum fram með þá lýðræðishefð sem við viljum að ríki hér á landi. Ef við gerum það þá fáum við traust og trú þessa hóps sem vill annað Ísland. En ef við erum bara í að skammast og endurtaka sömu þulurnar þá dofnar í eggina og fólk sofnar svefni hinna vonlausu á ný. Við þurfum að sjá að lýðræði er nokkuð sem hefur í raun aldrei verið tíðkað hér. Að þetta sem við höfum kallað lýðræði er bara áróður og flokksforustufasismi. Oftast bara formennirnir sem vaða yfir alla. Og líta á sig sem kónga í raun. Vilja vera alltaf í sviðsljósinu. Þora ekki að þjálfa upp lýðræðislega hefð að ótta við að þeir missi töglin og haldirnar. Einsog ég sagði foringjaleysingjar (anarkistar) hafa vissulega prófað ýmsa tækni við að ráða saman ráðum sínum. Og ég hef ferðast um í fjölda ára og kannað hvernig hópar náttúrufólks hafa fundið saman niðurstöður. Einn þessara hópa stendur uppúr og það er TING eða norræn álfa og náttúrubörn. Þar sitja menn í hring og hafa talstaf eða fjöður. Þar eru margar tegundir af umræðum og spjallfundum. Allt byggir þó á "consensus", að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þó eru svokallaðir hjartahringir þar fyrir utan og þar er ekki sótt eftir niðurstöðum heldur er fólk að kynnast og létta á hjarta sínu. Þá tala menn um tilfinningar sínar. Þ.e. hvað bærist í hjartanu og er það æði fjölbreytt. Ekki er heldur nein pressa á fólk á slíkum samverufundum og menn fá að tæma hjarta sitt að vild. Slíkir fundir eru oft kringum eld að fornum hætti og mikið meira spennandi en flesta getur órað fyrir sem ekki hafa tekið þátt í slíku. En svo eru þessir svokölluðu "visioncircles" sem fjalla um ákvarðanatökur. Þar er einnig notast við talstaf eða fjöður að fornum hætti og oft skipast svo ef ekki næst samkomulag að þeir sem ætla sér eitthvað finna þá sem eru sammála eða hverannan þar og framkvæma þá þeir það sem það telja rétt með hálfgildingssamþykki og vitund hinna sem ekki vildu taka þátt. Vissulega getur þessi aðferð tekið tíma en hér verða menn öllu fróðari um málin en ef að einn ríkur til og framkvæmir án fundanna og mun minni líkur á óánægju og að fólk vinni gegn hvert öðru. Geta má þess að þessi aðferð virkar ekki í stærri hópum en 100 - 150 og því þarf að skipa upp í hópa ef menn eru margir. Jafnvel er vit í að skipa uppí mun smærri hópa ef finna á samkomulag hratt. Þetta sá ég hjá Saving Iceland í sumar og var margt skemmtilega skipulagt þar. Og þar var fólk sem mjög er vel að sér í hvernig á að finna sameiginlegar lausnir á mettíma. Mikill fengur væri að fá einhverja af þeim og eða foringjaleysingja (svartfána) á borgarafundina og hjálpa til við að kynna þessar aðferðir við árangursríka hópstjónun. (consensus) Vonandi erum við að tala um lýðræði án valdnýðslu. Og það gerist ekki án meðvitaðs vilja til sanngirni og bræðralags. Besti kosturinn við þessar aðferðir til að komast að sameiginlegum niðurstöðum er þessi mikla upplýsing sem á sér stað í hringnum. Allir fá að vita og sjá allt. Algjört gangnsæi. Þeir sem eru á móti þessum aðferðum tala um hvað þetta tekur mikinn tíma. En ég tel að það sé óhjákvæmilegt, sérstaklega í byrjun á meðan menn eru að venjast þessum stíl og aðferðum. Seinna gengur þetta hraðar ef menn vilja. En rólegheitin eru samt best. Þau eru líka svo upplýsandi og sumir nota þessa fundi til að hugleiða á kyrrðina, sem er mjög við hæfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.