28.12.2008 | 04:40
gera menn sér grein fyrir að þetta eru bara fáein hundruð manns sem eru að sölsa allt undir sig með klækjum
Að 300.000 manns eru öflugri en 300 manns! Það eru þúsund á móti hverjum einum! Að við þurfum að losa okkur við allt þetta lið hættulegra lygaloddara. Að að því er virðist verða bara 2 flokkar hér á næsta ári, VG og Framsókn ef við fáum ekki eitthvað nýtt og ferskt alvöru lýðræðisafl til skjalanna. Gera menn sér grein fyrir því að Ísland hefur möguleika á að verða fyrirmynd annarra þjóða í hvernig á að takast á við þennan alþjóðlega akkílesarhæl græðgina og frjálshyggjuna? Að það byggir á að þjóðin vakni frá vinnu og videó og áfengisrugli og horfi saman á hvernig á að stýra þessu samfélagi svo vel sé og öllum og öllu til góðs, líka náttúrunni og dýronum. Að þjóðin þarf að byggja upp öfluga lýðræðismenningu og að það er ekkert vit í að vera með "atvinnumenn" í að ráðskast í lífi allra landsmanna, að vald spillir og að það þarf að mennta alla þjóðina í ákvarðanatökum SAMAN!
Gera menn sér grein fyrir því að fyrir 1000 árum var kerfi í gangi sem var með mun meiri valddreifingu og mun meiri tengsl við almenning en verið hefur síðan. Gera menn sér grein fyrir að ef Ísland feilar nú þá mun auðhyggjan ekki hafa neina fyrirstöðu í að keyra vistkerfið í mola og að framtíð mannkyns og lífsins í öllum sínum myndum er þá eitt hörmulegt skaðræðis sársaukavein!
Að við þurfum að hugsa allt uppá nýtt. Og að menn sem hjala svona einsog Geir eru blindir, skemmdir af rángri forritun og hafa líklega alist upp í sykurkari einsog sagt er um Björn! Að þetta eru menn sem sóma sér vel á elliheimili en eru stórhættulegir fyrir þjóðina ef þeim tekst að ljúga sig í stjórnunarstöður.
Að svona menn þarf að fjarlægja til þess að ríkisfjölmiðlarnir þori að meira en mjálma og jarma.
Hér eru miklir möguleikar og hagsmunir heillar þjóðar í húfi sem er meira mál en flokkar og persónur með hag sinn í húfi, en miklar hættur líka einsog ágætur ræðumaður sagði á Austurvelli í gær.
Gera menn sér grein fyrir að sjónvarpið og fjölmiðlar eru að dæla út áróðri fyrir frjálshyggjuna og neysluæðið sem þeir lifa á, að 99% af kvikmyndum eru byggðar upp til að sefja fólk inná neyslu og fyrirhyggjupólitík, enda allt meira og minna kostað af agentum þessara sömu valdnýðslu og þjófafélaga og ætta.
Hættum að horfa á sjónvarpið nema það fari að sýna veruleika fólksins og náttúrunnar og ástandið einsog það kemur fyrir og leiðir til manneskjulegheita... gerum sjónvarpsverkfall! Það ætti að sýna mest innlent efni sem fólk gerir sjálft á sínar heimavélar og þar með fáum við smámsaman mynd af því hvað er hér og nú að gerast en ekki bara lýgi og glansmyndasöfn og frjálshyggjuáróður einsog nú er.
Allt þarf að stokka upp! Og lygaverði þarf að leysa frá störfum með skömm! Þetta eru júdasar sem fá silfur fyrir að svíkja þjóðina!
Byggjum upp aðferð til að taka ákvarðanir saman og með heildarsýn á alla þætti fyrir framan okkur og til framtíðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.