27.12.2008 | 22:36
Island er gjaldþrota, komið á hausinn vegna sjúklegrar græðgi stjórnendanna... liggur á hliðinni og samt er það mjólkað..
og auðmennirnir og frekjuliðið, embættis og stjórnmálaklíkurnar, sem lifað hafa á að mjólka þessa kú, halda áfram að blóðmjólka kúna þó dauð sé... Nú er bara spurt eftir útlendu fjármagni sem á að borga seiddna, til að framlengja blekkinguna. Og það er 100% öruggt að það verða aungvir peningar þá frekar en núna, allt rennur á lánum og svo á að fóðra þessa útlendu djöfsa á auði landsins, rétta þeim landið og orkuna og miðin í bitum. Þetta er allt saman eitt glæpagengi og staurblint á sjúkdóminn sem það framleiðir, peninga, vexti og yfirgang á öllum sviðum. Og með áróðurinn uppspenntan á KAUPIÐ MEIRA! Ógeðið í kringum þessa valdsmenn er verri upplifun en sjóveiki. Það eru þúsundir af algerlega tilgangslausuom launaliðum, greiddir til fólks sem gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til gagns þessu samfélagi. Jafnvel að þetta fólk sem heimtar ofurlaun að margir eru þar og kannski flestir, beinlínis hættulegir þjóðinni, þ.e. því litla sem eftir er af þessari þjóð, því þetta sjúklega óréttlæti og óráðsía hefur gert meirihluta þjóðarinnar að sjúkklingum af ýmsu tagi. Peningasýkin og áfengissíkin og listinn er langur... Ég er aðallega að tala um þá sem eru með 4-500 þúsund og þar yfir á mánuði. Og forsetinn fær 2 milljónir á mánuðu auk allra þessara fáránlegu fríðinda og hans fáu "afrek" fyrir utan að liggja röflandi í sófum eru beinlínis landráðastarfsemi. Hann fór um allar álfur með þessum peningaræningjum og auglýsti þá upp, þessa isafe reikninga... til að skapa traust á mafíósum og fólk gekk í gildruna af því að ýmynd íslands var svo "seif". Og nú á fólkið að borga en fábjánarnir sem stöðu að þessu eru allir á ofurlaunum og baðaðir í ofurlúxus. Þetta fólk og hin sofandi þjóð sem ekki nennir að mótmæla neinu, nema þessi fáeinu prósennt sem alla tíð hafa staðið utanvið svínaríið og er sannarlega fátækt og kúgað... þetta fólk sem Sólrún seigir að sé ekki þjóðin og Björn Bjarnarson vill hlera og ljósmynda og nota hervald á og líklega ganga af því dauðu því það skríður ekki fyrir lýginni... þetta fólk sem vill engu mótmæla og bíður eftir að þetta lagist þegar rotchild og rokkefellows fara að byggja sínar verksmiðjur... þessu fólki er ekki viðbjargandi, það er allt á leiðinni í þrælakistur. Það eru semsagt bara fáeinar þúsundir hér á þessari eyju sem ekki tilheyra þessu landráðaliði. Þessu fólki sem seigir, það skiptir engu máli hver á ísland, utlendir valdnýðslumenn eða innlendir, þetta er vonlaust. Og við þurfum bara að kaupa okkur nammi til að gleyma þessu... þetta fólk er bara ónýtt fólk, gjörspillt og niðurbrotið. Líklega heilaþvegið af auðmanna og ríkisfjölmiðlum sem stýrt er af sjálfstæðissölumönnum. Auðhyggjan er sjúkdómur! Og meirihluti fólksins sem hér býr og meirihluti mannkyns er með þennan sjúkdóm á lokastigi. Þ.e. þetta fólk verður ekki læknað. Það hlýtur að farast úr þessum sjúkdómi og öll þeirra ætt og spurningin er bara, hvað taka þessir sjúkklingar með sér í gröfina? Taka þeir allt eða verður eitthvað eftir?
Þetta samfélag er orðið svo gegnum rotið og ljótt og lasið að flestir stinga bara höfðinu í sand eða undir sæng. Tugþúsundir eru óvinnufærir og einangra sig. Tölu sjálfsmorða fær enginn að vita. Öllu er haldið leyndu og á bakvið tjöld. Ég skil ekki hvaða rósrauða víma það er sem heldur þessum kúgunar og lygahóp sem stjórnar á löppum. Eru þetta skrímsli sem stjórna öllu hér. Fólk í djöfulæði eða er þetta fólk svona duglegt að slá slæðum yfir allt sem er óþægilegt og siglir fullum seglum að feigðarósi á hreinni sjálfsblekkingu? Eða getum við sagt að þeir sem stjórna hér séu haldnir sjúkdómi sem heitir stjórnunaræði? Er ekki vottur af heilindum neinstaðar lengur? Eru þessir útlendu mafíósar með Geir og Sólrúnu sem kjölturakka? Hvar endar þessi algjörlega 100% ábyrgðarlausa múgsefjun? Íslendingar hafa verið þekktir fyrir að hlægja lítið. Nema á einhverju dópi einsog þessu ógeðslega brennivíni. Þá kemur gálgahúmorinn vellandi fram einsog hraun sem drepur allt undan sér. En núna finnst mér meira að seigja jólin ekki megna að gleðja þetta steinrunna íslenska andlit vonleysisins. 1100 ára lýgi og kúgunar. Nú er mælirinn sprunginn! Reiðinn kraumar í hverju skúmaskoti og læsir logum sínum upp veggina. Lygaverðirnir munu stikkna í ljósi sannleikans! Sjálfstæðisöluflokkurinn er í mínum augum hreinræktaður mafíuklúbbur. Í rauninni djöfladýrkendur og sama má seigja um alla sem trúa á vexti og verðbréf. Eða hvað hefur þessi aumingjans biskup um boðskap Krists eiginlega að seigja? Er biskupinn líka í þessum djöfladýrkendahópi? Og hvað fær hann að launum fyrir að minnast ekki á boðskap Krists um vexti og víxlara? Jú hann fær ofurlaun einsog allt hitt glæpagengið sem sogið hefur sig fastan á líkama þjóðarinnar og gera allt loft lævi blandið. Þessi lýgi og þetta skefjalausa óréttlæti ræktar hatur í huga þjóðarinnar. Svona eru þessi skrímsli samábyrg og svona eru vampírur skilgreindar. Blóðsugur! Og blóðsugur þessar og ræningjar gefa ekkert en stela og valda gífurlegum vanda, sjúkdómum og fátækt, vitleysisgangi, þunglyndi, stríðum, eyðileggingum, plágum, náttúruhamförum og dauðsföllum. Vitið þér enn, eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2008 kl. 00:53 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill!
Heidi Strand, 27.12.2008 kl. 22:41
Kæri Tryggvi,mikið til í þessu hjá þér,og kannski eru þeir tugir þúsunda Íslendinga, sem hafa setið hjá í mótmælaaðgerðum sáttir við stöðu mála.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 27.12.2008 kl. 22:45
Magnaður pistill og satt þegar þú segir að upplifunin af þessu liði sé verri en sjóveiki.
Magnús Sigurðsson, 27.12.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.