25.12.2008 | 18:30
jólatréð?
jólatréð... táknar
ættirnar... eða ættina. Sem á sér upphaf efst í trénu og nyrst í heimi (efst og nyrst fá sömu merkingu sem fram kemur enn í dag í landakortum) í hvítri stjörnu, þ.e. í pólstjörnunni (sem er yfir þessu landi og er fornt tákn þess) tréð sem er þríhyrnt (í ættartölu-útreikningum er einnig talað um ættina sem tré og byggt upp með þríhyrningum) og við dönsum í kringum og varðveitum saman og elskum... og gefum allar okkar gjafir til og ættin gefur okkur allt til baka þegar pökkonum er deilt út. Hér er grunnhugsunin í stofnun samfélags. Manneskjan varð svona til, þessi tegund lífs sem við erum. Hvernig varðveitum við börnin og samfélagið saman og styrkjum þess rætur og lauf og stofn.
Með viskunni, þ.e. stjörnunni hagals á lýsandi á toppnum. Hel. Rúnakristallinn og lífsins blóm. Stundum er engill þarna eða Sex arma stjarna... meðan upphafstjarnan þ.e. loftsteinninn er táknuð fimm arma rauðri eða gulri stjörnu. Eldur var kveiktur á þessum dimma tíma í kuldanum. Eldfólkið varð til í myrkrinu. Eldurinn gaf okkur líf og samveru og við pössuðum hann saman. Og hver fann uppá þessu? jú það var kona að sagt er, frum-móðirin Hel hét hún hér, Gaja i Hellas, Ilmater í Finnlandi og móðurskautið djúpa í Taoisma og Tara í Hindúisma (já og Kali) og sérílagi í Búddisma. Einnig nefnd Brama á Indlandi og var svo gerð karlkyns en með mörg andlit.. eða caractergerðir .. já hún fór semsagt í trans og talaði tungum... var geðklofa.. fleiri en ein persóna. En Bra þýðir önd og Ma þýðir móðir og Brama er því andamamma. Í japan hét hún Ízanami sem ég mundi freistast til að telja að þýddi nafn íss en nam er samt með rótinni am eða ma og er því tengt móðir rótinni. En nam þýðir einnig nafn en líka að læra. Semsagt þetta hefur verið mikill kennari í orðsins list... því að nefna, gefa nafn. Og á þessum tíma er sköpunin tengd því að gefa nafn. Það sem hafði nafn var þekkt en annað ekki. Annað var ekki til. Og hlutirnir urðu til fyrir nafngjöf. Sköpuðust í vitund fólksins altént og voru óséðir þangað til þeir fengu nafn. Tungumálið varð til líka í gegnum þessa móðir. Samanber móðurmálið... það er aldrei rætt um föðurmálið. Bara móðurmál. Og Enginn þjóð hefur kunnað að lesa í 1000 ár öllsömun. Ekki heldur fleiri hlutfallslega í dag sem kunna lestur einsog Íslendingar. Þeir voru menntaðasta þjóð álfunnar fyrir víkingatímann. Verra menningarsjokk hefur ekki orðið hjá íslendingum síðan um flóðin fyrir 10500 árum fyrr en peningamenningin kom um síðasta stríðið og afleiðingar þess rísa hærra nú en nokkrusinni fyrr. Með þeirri hroðalegu uppgötvun að íslendingar hafa misst landið í hendur erlendra auðhringa. Það eru um 60-70% þeirra þegar selt, afgangurinn veðsettur uppí topp og auðhringarnir hringsóla í kringum orkugeirann og vilja ná honum af þjóðinni og þessir auðhringir vilja einkavæða það littla sem eftir er til að geta keypt það upp og hækkað þjónustutaxtana. Það er verið að ræna öllu í landinu og þjóðin sefur og leyfir þessu að gerast og sumir vinna ötult starf til þjónustu við þessa auðugu útlensku hræfugla græðginnar og fá fyrir það 40 silfurpeninga.
En sumsé, þessa rót jólin, eigum við sameiginlega. Til þess að muna hvernig við fengum eldinn og ljósið í miðju myrkrinu og kuldanum. Áramótin eru sama hátíðin. Þetta er bara svo ruglað tímatalið. Það ætti að byrja þarna í kringum jólin þegar "hin nýja sól" rennur upp. En við erum með margfalt tímatal eftir því hvaða sið við fylgjum frá hinum mismunandi löndum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 31.12.2008 kl. 00:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.