Já.. eftir fundinn Borgara...

Það er löng leiðin til sannleikans og einfaldleikans og hamingunnar og réttlætisins í mannfélaginu sýnist mér... þegar þjóðin er vísvitandi blekt og var samt sem áður látin trúa á heiðarleika og menn í raun einsog stjórnlausir í þjónustu græðgi og kúgunar, "þess sterka". Og að þetta er loks að renna upp fyrir flestum sem áður lifðu í sátt við allt kerfið að það eru á því hörmulegir gallar og að á þeim göllum lifi stór hópur góðu lífi, í vellystingum og trjóni þar á toppnum og telji sig afburðarfólk og hafa í raun farið rétt að, sé bara svo sniðugt og snjallt. Þetta er allt saman mjög sorglegt og skilningseflandi að sjá þetta klárlega. Þetta var svona upplifun min af fundinum. En engin lausn er í sjónmáli finnst mér. Ekki einusinni hvernig á að koma stjórninni frá. Því síður hvað þarf að gera til að breyta þessu. Jú lögfræðingur var þarna sem mig grunar að komi að norðan, ég fékk aldrei nafnið, en hann taldi að við þyrftum að breyta stjórnarskránni... tæki lágmark 9 mánuðu sagði hann, því tvö þing yrðu að samþykkja tillöguna (já annað þeirra þinga þarf að hafa 2/3 meirihluta skilst mér) þannig eru lögin og sumsé stjórnlagabrot ef við gerum það öðruvísi og ekki gott til afspurnar að brjóta lög til að bæta lögin) sumsé, við þurfum tvö þing... en það er alltílagi... þarf ekki að vera vonlaust, bara ef við getum komið okkur saman um þetta fyrsta hvernig við viljum hafa þessa stjórnarskrá. Viljum við heilindi, viljum við sameign og íslenska þjóð í þessu landi, sjálfstæða en ábyrga í alþjóða samstarfi. Viljum við heilbryggða hamingjusama þjóð eða viljum við óttaslegið og óheiðalegt, stórskuldugt, svikið, þrælandi í verksmiðjum deyjandi þjóðarbrot, sem hefur verið rænt öllu, líka sjálfsvirðingunni og öllum vonum.

Við þurfum að einbeita hugum vorum og hjörtum að þeirri sýn sem við viljum fá fram. Viljum við uppgjör og nýtt ísland með heilindin sem miðju í okkar samstarfi eða viljum við meira myrkur og verra af því sama og ég tel að flestir vilji meiri birtu og hreinskilni og samstarf af heilum hug. Og þar er birtan, bakvið rökkurmóðuna 

 Að ef við sjáum þetta saman, þá erum við á réttri leið

 og þá þarf vissulega að fá hreint borð fyrst nýtt fólk til starfa, þó ekki væri nema bara til að semja stjórnarskrá sem allir geta skrifað undir hæst ánægðir og ef bara þó ekki nema einn eða ein manneskja er ósammála, þá er á hann eða hana hlustað og reynt að breyta til bóta þeim grunnleglum ef gild rök hníga að því... og þangað til allir þegja þarf að laga hana til... 

 að með svona hugarfari sjáum við leið og ekki bara það, þrepin og vegurinn til þessa endurskapaða Íslands hefst á einu skrefi og öll leiðin sé jafn áhugaverð já jafnvel spennandi og virkilega mikilvæg ekki sýst 1. skrefið og þar með stefnan. Að í stefnunni væri fólgin afstöðubreiting. 180 gráður jafnvel. Að við erum á leið frá peninga og græðgis og óttahugsun, yfir í heildræna sýn á alla þætti mannlegs lífs. Lífshamingju ekki síður en afkomu og hreysti ekki síður en neyslu og jafnvægi og virðingu við náttúruna miklu frekar en aukna sókn og umsvif og frekari eyðileggingu á náttúruríkinu.

 Og hvernig við eigum að fá fram þessar góðu breitingar er það sem við þurfum að horfa á saman. Uppgjörið er núna. Við erum að sjá hvað hefur gerst og nú þarf að klára það og fara jafnframt að skoða hvernig við viljum hafa þetta samfélag? Og svo hvernig við komumst þangað.

Nú þurfum við sem viljum breitingar öll að stofna hópa, hvort sem það eru hverfahópar eða vina eða kunningjahópar og taka líka á okkur að rabba við hina og þessa og bera boðin munnlega er best en jú skrifa líka og senda afram upplýsingar til annarra sem maður telur upplýsandi... að þessi spjöll og þessir hópar þurfa að ná til hverrar einustu manneskju í landinu til að bjarga þessu landi og enduheimta sjálfstæði þess og lýðréttindi í landinu, gera gangngera stefnubreytingu og svo munu þessir hópar koma saman á stærri fundum og þjálfa sig í að sitja í hring og hlusta á öll viðhorf, hafa jafnvel talstaf, eða talfjöður og að allir tjái sig sem halda á fjöðrinni, stafnum. Einsog stafur jólasveinanna og Papanna, fólksins sem átti heima hér fyrir innrás víkinga... álfarnir og huldufólkið sem varð að fela sig. Og Gríla var nú með staf líka og þjóstur íenni stundum. Vegna þess að kúgunin var þeim ekki að skapi. En þau urðu að láta í minni poka fyrir slægðinni og vopnaskakinu saman. Því þetta var í raun mjög friðsöm og heiðarleg þjóð. Að þetta er ekkert nýtt í landinu, að það eru slægð og undirferli sem þetta rennur allt á. Það sem er nýlegt er að við getur ráðið saman ráðum okkar, án þess að vera barinn og drepinn niður með vopnavaldi og svo slægðin og undirferlin höfð sem daglegt brauð, að hugmyndin lýðræði fyrirfinnst hér og að þó að þetta andlega verkfæri lýðræði hafi ekki verið iðkað af heilindum til þessa, þá mælir ekkert gegn því að verkfærið verði nýtt loksins til þess sem það var ætlað til, það er sköpun og viðhald réttláts samfélags, þar sem allir sitja við sama borðið. Þegar lýðræðishugsjónin var að komast uppá yfirborðið, eftir meira en þúsundára svefn, frá tímum álfa og náttúrufólksins í Evrópu, þá þótti þessi hugsun furðu djörf eftir konungakúgunina sem staðið hafði svo lengi, en sanngjörn. En það voru bara ekki allir sammála um að við værum jafngild, þó þeir létu svo. Þetta fólk hefur því reynt að eyðileggja formið með slægð og harðfylgi, allar götur frá því að lýðræðið var loks útfært fyrst á seiddni öldum.  Og því hefur jafnvel umræðan um hvernig fólk vill haga lýðræðinu í landinu, aldrei farið fram, að sumir hafa bara alls ekki haft á því áhuga. Þ.e. þeir sem sótt hafa í að stjórna. Sem flestir lofa ýmsu sem þeir hafa ekki vit til að framkvæma eða getu, en vinna svo mest mikið í eigin hagsmunum. Og oft bara hreinlega þvert á þjóðarhagsmuni.  Til þess að ná böndum á þessum veikleika formsins, finnst enginn betri leið en að dreyfa valdinu á sem flesta. Og jafnvel að það sé í ennþá takmarkaðari tíma ... oft skipt um þá sem hafa ábyrgð fjölda á bakvið sig, fram flytji eryndi þess hóps. Ennfremur og það er höfuðatriði, að láta valdið fá umboð sitt alla leið frá grasrótinni, það er semsé, til lausnar er ekki annað en að við séum að vinna allt í littlum hópum, sem venjast að rabba saman og já helst fleira, kynnast, elda saman líka. Þetta er gamla formið. Í hópnum er hægt að ræða saman og létta á sér, fá fylgi við tillögur og framhvæma ýmislegt.  Þar er umræðan lifandi og starf, félagslíf. Og það eru allir í einhverjum "hóp", þetta er bara kallað ýmsum nöfnum. Vinir, fjölskylda, nágrannar, kunningjar..

Við meigum heldur ekki láta þá hugsun taka yfir, að einhver sé lásí eða leiðinlegur eða jafnvel við sjálf séum ómöguleg... það eru margir í erfiðri stöðu.  Við þurfum að sjá að við höfum öll þjáðst í þessu kerfi og það hefur komið mismunandi niður...  að prófa næstum einsog í leik að reyna að sjá alla og þar með okkur sjálf einsog við séum öll nýfædd inní heiminn eða nývöknuð frá hrikalegri martröð eða vondum draumi og við ætlum að ræða við alla einsog við séum að hittast í fyrsta sinn og höfum aldrei neitt heyrt um hvert annað... máski er mest af okkar erfiðustu aðstæðum verið skapað til þess að við kæmumst að því að við værum á rangri leið..  og að ef við veljum leiðina hjartans þá eru færri deiluatriði en mun meira sem sameinar okkur 

Allir hafa sína sögu að seigja hvernig þeir, þær, þau komust inní þessar aðstæður að vilja betra samfélag... 

 Þetta er spennandi og gott verkefni..  Jákvætt og ögrandi fyrir sköpunarkraftinn. Ef hann er til staðar. Þ.e.a.s. efann lætur ásér kræla... krafturinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.