Þankar um lýð-ræði og almennilega valds og eignardreifingu!

Sorglegt hvað mikið vantar á að fólk geri sér almennt grein fyrir hvaða möguleika lýðræði býður uppá og hve fjarri lýðræði það er sem hér er kallað því nafni.

Að fulltrúarlýðræðið er feik með þessu flokkarugli og að stjórnarskráin er bara óskrifuð nánast... eða bara handónýt og hefur verið það frá upphafi (1918) þess tíma er hún var rituð og ber með sér að þeir sem hana rita eru vanir hreinni mafíustarsemi konungs og klíkunnar í kringum hann. Í raun nánast húmor að kenna þetta plagg við lýðveldi og lýðræði. En hugmyndin er spennandi, hún hefur bara aldrei verið útfærð.

Að valdið er allt í höndum örfárra mjög svo fordómafullra eiginhagsmunaseggja. Sem hafa hagað sér við þjóðina einsog rollubændur við fé sitt. Haft bara allt eftir eigin höfði og haft allan ágóða fyrir sig og sína. Nú nýlega slepptu þeir taumhaldinu og gáfu fleiri frekjum séns að græða sem vildu, en vildu fá af því arðsemi en það klikkaði. Í hitunni komst upp um svínaríið allt og gróðabrallið. Þjóðin fékk sjokk og sá loks að þetta orð sem hefur ekki mátt nota, samsæri er raunveruleikinn. Það er samsæri í gangi og búið að vera lengi, gegn þjóðinni og hennar sjálfstæði og farsæld og landráð er líka rétta orðið yfir þetta. Sjálfstæðisflokkurinn trjónir þar hæst en allir flokkarnir hafa tekið þátt í þessu á beinan eða óbeinan hátt. Þessvegna seigi ég, flokkarnir eru bara glæpafélög. Klíkur. Og klíkurnar eru fleiri. Peningamanna og frímurara og fleira. Allir sem sitja í valdi eru að misnota það vald sér og sínumtil hagsbóta.

Og að vald spillir öllum alvegsama hversu gott upplagið er. Þessvegna er engin önnur leið en að skipta þessu fullveldi upp á sem flesta. Það er ennfremur bara í litlum einingum sem samráð getur átt sér stað, svo litlum að allir þekki alla. Sumsé innanvið 150 manns í raun og þessvegna þarf stjórnlagabreytingu og alveg nýja sýn á allt kerfið. Nú eru menn ennþá í kóngahugsuninni, þ.e. borgararnir vilja allir verða kóngar og drottningar í gegnum ríkisvaldið og eða peninga. Og þetta frekjuræði er að á góðri leið með að selja allt landið útfyrir landsteinana. Þegar eru um 60-70% fyrirtækja og eigna í eigu erlendra aðila eða altént fólks sem býr erlendis. Þetta er semsagt óstjórnin sem stundar landráð og aðför að lýðveldinu og sjálfstæði þjóðarinnar og sameiginlega eign á landinu og landsins gæðum. Já glæpareifarinn byrjaði að vísu fyrir um 11-1200 árum með innrás víkinga og ráni þeirra á löndum álfa, þ.e. náttúrufólksins íslenska sem hér bjó fyrir, síðan var tilvist þess fólks login út úr sögunni. En sumsé ef við viljum lýðræði þá er það hægt og ég vona að það séu einhverjir sem það vilja en það verður aldrei ekta lýðræði nema við skiptum okkur upp í grasrótarstærð og ég tala um 144 manns í hverjum hóp og yrðu þá um 2000 fulltrúar þeirra sem mundu ráða saman ráðum sínum á 6 vikna þingi á ari hverju. Hóparnir þurfa að fá aðgang að landinu til að geta haft lifibrauð og aðgang að fiskimiðunum og öllum afkomumöguleikum. Eignarrétt einstaklinga á landi þarf að afnema, tala frekar um hefðarrétt á nýtingu lands. Og sumsé fínast er að stefna á sjálfbærni allra hópanna. Innan hópanna er mikið frelsi og allir einstaklingar líkt og í þorpsamfélagi. Allir hafa sitt hús og garð en hugsanlega skiptast menn á að veiða fyrir allar frystikisturnar. Já allt þetta lið sem hefur haft aðgang að valdinu fram til þessa er eflaust ekki tilbúið til að láta það af hendi. Þessvegna þarf verulegur meirihluti þjóðarinnar að upplýsast um hvílík rán hafa verið framin af þessum stjórnendum, sérílagi sjálfstæðimanna en í raun af öllum flokkum. Þeir vilja halda leiknum áfram. Því er fræðsla alveg lífsnauðsynleg til að við getum fengið fram verulegar breytingar. Já til aukins lýðræðis er einnig það að hægt sé að koma fólki frá völdum þegar það feilar. Rétt einsog núna. Og að hafa fólk styttra en oft er tíska núna. Og auðvitað að tengja lýðræðið við alla landsmenn einsog gerist ef við skipum öllu í litlar  sjálfbærar einingar þ.e. þorps eða hverfishópa.

það er algjör grundvöllur undir breytingu til batnaðar að fólk kynni sér og ræði rækilega saman um hve langt frá lagi þetta "lýðræði" er sem við höfum kallað svo og ennfremur ræði hvaða möguleika við höfum á að dreifa valdinu svo að sem flestir geti haft áhrif á sitt líf og valið sér þær leiðir er þeir telja farsælastan... nú síðan 1918 (og auðvitað í 1000 ár þar á undan líka, en víst er að náttúrufólkið sem átti heima hér fyrir og landræningjar lugu útúr sögunni hafði betri stjórnarhætti en síðan hefur verið) hefur landinu verið stjórnað af frekjuskap af örfáum einstaklingum á hverjum tíma.. oft bara einum, þ.e. formanni sjálfstæðisflokksins... t.d síðustu 17 ár. Þetta er nottlega svo sjúkt sem hægt er og fáránlegt að kalla þetta lýðræði. Flokkakerfið er bara hreint rugl og sama gegnir um flest þessi borgaralegu trix einsog að kjósa forseta eða forsetisráðherra beint og láta hann ráða. Þar vinnur bara maður sem hefur nóga peninga og því engin valddreifing sem kemur út úr því eða réttlæti að gagni.

Ísland hefur t.d. sérstöðu, það er ekki her hér (nema þessi sérsveit sem er nottlega plága og þessi dómsmálaráðherra er ofstækis sjúklingur) og ennfremur kostur er að við erum ekki það stór (fjölmenn) að við náum því að hafa áhrif ef við bara náum að vinna í gengum netið og með fundum... þó að við höfum ekki fjölmiðlana sem eru á valdi valdhafa sem eru sjúkir eiginhagsmunaseggir... Ennfremur að margir eru vel skýrir hér og fljótir að átta sig og geta hugsað sjálfstætt og dregið  ályktanir og fram eftir götum.  Sumsé við höfum ýmis góð spil á hendi og breytinga er þörf, um það eru allir sammála eftir þessar uppákomur. Eitt að því sem er svo augljóst, að dreyfa þarf þarf valdinu sem aldrei er gott að festist á fárra hendur, vegna þess að allir spillast með mikið vald, það seigir reynslan okkur, og þá þarf að framselja fullveldinu, sem nú er bara í höndum ríkis til sem flestra. Byggja upp smáeiningu uppá 144 í hverri, þorps og hverfafélög, sem senda síðan einn fulltrúa á samræmingarþing 6 vikur á ári, það munu vera um 2000 manns fyrir 300.000 manna þjóð. Þessir 2000 skipa sér síðan í hópa og ræða fyrst og fremst það er varðar hag allra en láta þorpin um að þróa sína menningu sjálfstætt. Og síðan er kosin framhvæmdahópur fyrir eitt ár í senn og næsta ár eru aftur kosnir fulltrúar allra þorpa og hópa og leikurinn endurtekur sig. Þetta árlega stjórnunarþing getur verið á nýjum stað á hverju ári. Úti í náttúrunni og í tjöldum. Það gefur miklu meiri sveigjanlega og víðsýni og minni hætta á miðjustýringu og stofnanaveldi. Þingið er ennfremur vetfangur viðskipta og lista og dans og saunglista.


Já her er notaður í flestum löndum til að brjóta niður allt andóf við valdinu. Þessvegna höfum við sérstöðu hér, en við þurfum að vinna málefnalega. Máski má æfa þessa skiptingu í smáhópa með því að skipa öllu landinu upp í umræðuhópa um stjórnarskrána og ályktanir út frá því yrðu að stjórnarskrá landsins. Það mundi gefa fólki innsýn inní hvernig stjórn landsins getur verið þegar réttsýni ríkir og sanngirni og almuginn er með í ráðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband