Án alvöru samráðs og lýðræðis verða öngvir íslendingar hér við lok aldarinnar

það er nú bara svo alvarlegt að ef við náum ekki að byggja upp raunverulegt lýðræði sem meirihluti þjóðarinnar getur tekur þátt í og algerlega óháð peningavaldinu og áróðurvélum þess, þá verður allt selt áfram sem hægt er að koma í verð og Ísland verður yfirtekið af þeim öflum þar sem enginn virðing er fyrir fólki og náttúru landsins... og svo með mjálm menningarklíkunnar þar á ofan.. þar vilja menn fá þægileg störf í Brussel.. og hvert fer þá sá partur af þjóðinni? Og þeir færu þá með fjöreggið sjálfsákvörðunarréttinn í úlfskjafta...

hinsvegar ef við getum byggt upp lýðræði sem ræður við varginn græðginnar þá má vera að Evrópa geti eitthvað lært af okkur og í framhaldi leitt til rauverulegs Evrópusamráðs.. þar sem fólkið tekur þátt en ekki bara græðgisöflin.. þá erum við á réttri braut... Það þarf að leggjast vel á árarnar ef þetta á að ganga eftir því allt of margir trúa í raun á yfirgang og blindingja an eða hvað á maður að halda? Hvar er lýðræði sem stendur undir nafni? Hvar eru þeir sem sundurgreina hvað þarf til til þess þjóðin sé með valdið en ekki hrægammar? Getir þú komið þessari umræðu í gang og fundið fólk, sem er til með að sundurgreina lýðræði þar sem peningafólkið hefur enginn áhrif umfram aðra, þá er mikið unnið ... grettistak!
En takist það ekki.. þá verður ekkert eftir af því sem við köllum íslenskt... enginn menning, enginn tunga... bara iðnaður og yfirgangur.. og líklega allt morandi í kínverjum. Og þó ég hafi ekkert á móti Kínverjum og frekar hitt að ég meti þá mikils... þá vil ég ekki sjá þá eyðileggja smáþjóðir...

altso UMRÆÐA UM HVERNIG RAUNVERULEGT LÝÐRÆÐI LÍTUR ÚT Í VERKI!!! Af stað nú... hugsum þetta saman! Er hægt að taka fólk alvarlega sem vill breytingar ef menn nenna ekki að sjá fyrir sér hvert förinni er heitið?

Í mínum augum er það alveg ljóst að það er verið að bora höfðinu í sand, það er verið að loka augonum fyrir grundvallar vandanum... erum við að halda áfram í græðgisleiknum eða erum við að fara í raunverulegt samráð? ... menn hrópa um vændi og yfirgang og græðgi og óréttlæti en allt er þetta eru afleiðing af því að við tölum ekki saman og við virðum ekki hvert annað og hlustum ekki á hvert annað vegna þess að við erum öll í einskonar samkeppni... slag um hver fær hvað ... að ekkert af þessu læknast fyrr en við tökum skrefið og göngum út úr peningaleiknum og förum að tala saman og virða hvert annað... og það kallar á samráð.. að við hittumst... sjáum hvert annað... það kallar á LÝÐ-RÆÐI! Það á ekki að hangsa neitt með það... fulla ferð... Umræða um hvernig alvöru samráð er í verki takk!

  flýtur nú að feigðarósi..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér Tryggvi Gunnar, ég bind vonir við að grasrótinn myndi fylkingu til að bregðast við okkur til bjargar.  Það er með ólíkindum hvernig ráðherrar stjórnarinnar komast upp með að brjóta landslög og jafnvel stjórnarskrána án þess að nokkur geti gripið inn í.  Í raun og veru  ætti að draga þau fyrir landsdóm og ákæra fyrir landráð.

Tíminn er að renna út ég er jafn sannfærð um það og þú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 11:06

2 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

jaa það er sem fyrr .. bara ein manneskja með viti á íslandi Ásthildur að ég tel og það ert þú... (ég er útlægi frá ruglinu þarna heima.. svo ég telst ekki með) og ekki er von á góðu meðan svo er. Annars blessuð ævinlega Ásthildur.

 en til gamans er hér ein klausa frá Hildi Hákonar alveg frábær um falskar minningar áráttuna sem við erum víst svo djúpt sokkinn í: Hildur sagði þétta:

Skammdegið leggst að hægt og hægt og börnin fara að rifja upp Grýlukvæðin og við í Þingborg að fara með Gilsbakkaþuluna. En við skulum muna að Grýla var áreiðanlega jarðarmóðirin forðum, nú útlæg og send upp í óbyggðir og fær aðeins einu sinni á ári að koma til manna og inn í vitund okkar og þá sem ófreskja. Þetta er líka ein tegund af fölsum minningum.


þá sagði ég:
algjörlega Hildur snilldarlega að orði komist!

þá kom Anna Pétursdóttir og sagði (vona að enginn móðgist að ég vitna hér í, en hún seigir:

Mín kæra! Grian er gyðja tungslins í Keltnesku og hún kemur fram á nýju hausttungli. Grian á sér systur, Áin (eða Áine), og hún er gyðja frjóseminnar og kúnna og hennar ríki er um vor og sumar. Með því að sjá fyrir sér hvernig Grýla okkar lítur út, er ekki erfitt að sjá að hún á sér rætur til gömlu trúarbragðanna okkar í Keltnesku.


og ég var þá ekki alveg sammála og sagði:

Gríla var gyðja sólarinnar ung og glæsileg ávallt, annað nafn hennar er Hel.. hin heilaga, sú sem sér heildina og hún bjó á íslandi löngu fyrir tíma Atlantis.. en á tíma Atlantis gerðu strákarnir byltingu gegn henni... og þeir voru 12 lengi vel þessir konungar og afhvæmi hennar samanber Jólasveinarnir (ja virðast hafa verið 9 á eldri tíma þessi kallpeningur... seiðkallar. Hér var upphaf mennskunnar... þess fyrirbæris að nota eld fyrir ævalöngu.. svo að Keltneska grílan á ættir hingað en ekki öfugt... ég veit landnáma.. en Ari lýgur og ekki í fyrsta skipti sem bók er skrifuð til þess að halda fram ákveðnum hagsmunalýgi... flestar gamlar sagnabækur í kína eru þannig til komnar... jæja ég þykist vera að skrifa um þessa sögu og vonandi kemst það frá mér áður en ég samaeinast orkuhafinu.. Í Grílu nafni og Leppalúða.. blessykkur góðar verur. 

Altso... Hildur er orðheppinn og vel  skyggn.

Tryggvi Gunnar Hansen, 9.11.2011 kl. 12:05

3 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

Jú mér finnst bara nánast allt þíngið ætti að sitja inni...  þó ég sé reyndar almennt séð ekki á því að fangastofnanir hjálpi samfélaginu að neinu leiti... jú það kannski hjálpar stórþjófum að anda léttar ef smáþjófar eru tjóðraðir

og ennfremur að allir þéir sem nú sitja inni séu beint og óbeint inni vegna gjörða þingsins síðustu áratugi og ætti því að fara frjálsir og fá góðan stuðning til þess að byrja upp á nýtt... með því að efla mannvirðingu þábreytist allt... nú er þingið fyrst og fremst fast í að berja á þjóðinni og ræna hana.

Tryggvi Gunnar Hansen, 9.11.2011 kl. 12:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Tryggvi minn, sem betur fer eru hér fleiri sem hugsa líkt og ég og við það fólk bind ég mínar vonir.  Hildur Hákonar er frábær manneskja og sér meira en aðrir.  Grýla á örugglega eftir að fá uppreist æru.  Spurning með Leppalúða karlinn, ætli hann sé ekki seinnitíma vera.  Allavega er hann aldrei samboðin frú Grýlu.

En ég skynja meiri reiði og óþolinmæði meðal fólks. Samfylkinginn er orðin óróleg og er að gera feilspor sem ekki verða fyrirgefin.   þegar fólk er að vinna að sínum eigin hagsmunum en ekki þjóðarinnar, þá er tímaspursmál hve langan tíma tekur að eyða sjálfum sér innanfrá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:42

5 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

ja það má vera og vonandi ertu nálægt lagi þar með óþolinmæði fólks .. ég vona að fleiri sjái dýpra en bara nef sitt núna eftir hvað 3 ára stanslaust angistarástand og angistarumræðu og að samfylkingin fari að sjá að þetta er ekki tímabært að taka þátt í Evrópu samstarfi.. (jaa að menn bara bindi krónuna við norræna gjaldmiðla... helst bara að gera einn norrænan gjldmiðil sem við tækjum  þátt í og þar við sitja... jaa auka samstarf norðurlanda og taka Baltísku löndinn inn smám saman... ) en sumsé gott ef Samfylkingsfólk er að vakna fyrir þessum möguleika að hér er ekki rétti tíminn til þess að hoppa til Brussel með öll sín mæðumál enda allt á brauðfótum þar... að við getum þá fyrst hugsað um Evrópusamstarf þegar hér og um alla Evrópu er raunverulegt lýðræði með þáttöku allrar þjóðarinnar í öllum löndum... þá er kominn grundvöllur undir samstarf... fyrr ekki... nú er þetta bara gangstera bandalag...    Ég ég er sammála því að Leppalúði var aldrei eins glæsilegur og hún Gríla ... að það hefur alltaf verið eitthvað bogið við Leppalúða...  allavega klæðaburðurinn og nottlega hangsið.. eðlilegt að Gríla hafi stundum orðið soltið þreytt áonum.

Tryggvi Gunnar Hansen, 9.11.2011 kl. 14:03

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún hefur örugglega verið mikið pirruð á karlinum sínum hún Grýla.  Þetta með gjaldmiðilinn, þá tel ég að krónan sé ekki vandamálið heldur hagstjórnin.  Það hefur marg oft komið fram að við erum að braggast þrátt fyrir ríkisstjórnina, en vegna krónunnar.  Hún er haldreipið sem hefur haldið þjóðarskútunni á floti þessi ár frá hruni.  Það þarf að byggja undir hana og auka styrk gjaldreyisforða okkar, og það þarf ekkert rosalega merkilegt, til dæmis kæmi vel í kassann ef við kæmum á frjálsum krókaveiðum.  Nú þegar sjóriinn er fullur af fiski, þá myndi bara þessi eina aðgerð veita milljónum í galtóman kassa.  Síðan á auðvitað að afnema kvótann, afskrifa skuldir á móti, og leigja hann svo út á sanngjörnu verði.  Þannig að allir hefðu möguleika á að koma inn í atvinnugreinina.  Þetta er of auðvelt og auðséð til að ríkisstjórnir undanfarinna ára sjái það, hvað þá fari eftir því.  Enda hefur L.Í.Ú. tögl og haldir í Sjálfstæðisflokknum, og sennilega líka bæði í Framsókn, Samfylkingu og Vinstri grænum.  Þeir hafa verið duglegir við að planta sínu fólki í lykilstöður og leggja peninga í kosningasjóði fjórflokksins.   Rétt eins og útrásarvíkingarnir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 14:11

7 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

já bíddu við .. það er rétt.. þú ert ekki eina manneskjan með viti.. Nottlega Hildur er þarna og svo eru fleiri eins og þú sagðir.. bara vest hvað þessar ágætu manneskjur eru mikið útaf fyrir sig...   svo sjaldan maður hittir fólk sem hægt er að ræða við ... þetter bara ein angist þetta samfélag... undirlagt af tortyggni... líka meðal mótmælanda sín á milli og máski verst þar... sem er hörmulega sorglegt... einsog tildæmis með mig... ég bara upplifi mig sundur mobbaðan eftir nokkra mánuði á íslandi.. það er nú hörmungin... ekki bara frá ríkisvaldinu þetta nagandi mobb og ofsóknir... það kemur úr öllum áttum.. jú líklega er ríkisvaldurinn harðasti mobbari á íslandi... en þar á eftir anarkistar og svo bara fyllibittur

Tryggvi Gunnar Hansen, 9.11.2011 kl. 14:17

8 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

jaa ég verð að viðurkenna að ég er ekki verulega vel inní þessu kvótamáli... vil bara sjá stóru togarana hverfa og smábátana fá svigrúm svo einmitt verkefnið fari jafnar yfir þjóðina..

Tryggvi Gunnar Hansen, 9.11.2011 kl. 14:45

9 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

finndist það gæti komið til greina að deila hvótanum á alla íslendinga ... og svo geta þeir sem ekki veiða ánafnað hvótanum til þeirra sem þeir vilja

Tryggvi Gunnar Hansen, 9.11.2011 kl. 14:49

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já allt er betra en þetta núverandi kerfi.  En það má byrja á frjálsum krókaveiðum.  Málið er Tryggvi minn að fólk sem ef til vill hefur yfirgrip yfir hlutina, er oft fólk sem vill fá að vera í friði með sína visku og vitneskju, það þarf hreinlega ekki að flíka sínu.  Yfir það hafið á góðan máta.  Ég aftur á móti þarf alltaf endilega að setja hálsinn í snöruna af því að mig langar svo að fá réttlátara samfélag og ræð ekki við mig.  Finn samt að ég er orðin löt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband