23.10.2011 | 07:45
alvöru lýðræðið.. sem enginn nennir að skilgreina né heldur ræða að gagni..
sjá hlekk:
http://blog.eyjan.is/margrett/2011/10/21/ny-leid-ny-stjornarskra/?fb_comment_id=fbc_10150339107796951_19383939_10150339150466951#f6fcef4af1daca
og mitt svar kemur hér:
sæl Margrét.. og takk fyrir þín fyrri skrif.. jú ég er sammála því að tillegg stjórnlagaráðs er til bóta miðað við það sem nú er og því rétt að kalla það skref jákvætt frekar enn hitt, hinu má alls ekki gleyma að þetta er einungis fyrsta skrefið í átt til raunverulegs og réttláts samráðs því margir hafa bent á að að raunverulegt samráð kallar á þátttöku allrar þjóðarinnar eða allra sem vetlingi geta valdið og ennfremur það mikilvægasta sem mér finnst að ekki hafi verið nándar nærri farið ofaní saumana á hjá stjórnlagaráði og yrir höfuð í allri umræðunni..er hvernig við höfum samráð án þess að peningasjónarmið ráði svotil öllum ákvarðanatökum og ekki sýst vali fulltrúa á þing vegna þess að frambjóðendur þurfa á kynningu að halda í fjölmiðlum sem er of kostnaðarsamt fyrir flesta nema þá sem selja sig peningavaldinu.. eða eru handbendi þess og yfir höfuð hvernig beint lýðræði með þátttöku allra sem vilja lýtur út í raunveruleikanum.. jaa fyrir utan mínar tillögur sem ég hef ekki séð ræddar... sem ganga út á að skipa öllum landsmönnum í 100 manna samráðshópa sem hittast á vori yfir hálfsmánaðar tíma og elda saman og stunda skemmtileg samskipti og umræður og böð og velja svo einn samráðsfulltrúa á miðsumarþing... á miðsumarþingi eru þá 3300 manns sem skipa sér í 33 deildir og hver deild er þá að kynnast í tvær vikur og velja svo einn samráðsfulltrúa við lok þings... þá erum við með 33 fulltrúa á þingi í eitt ár... næsta vor hittast grasrótarþinginn aftur... þetta er lýðræði og almennilegt samráð sem öll þjóðin getur tekið þátt í án flokka og án peningavalds... og hér er form sem tryggir að gott fólk og fólk í góðu jafnvægi fer í samráðstörf og þar með betri ákvarðanatökur og ábyrgari og þar með minni óánægja þegar öll þjóðin er á bakvið þetta fólk sem fer með ábyrgð hverju sinni og jafnvel sátt og þar með allsenginn þörf á eggjakasti og hávaðaframleiðlu... menn fara þá brosandi um og sýngjandi og dansandi þó þeir þurfi ekki á víni að halda til að vera ánægðir og allir eru vinir og bjóðandi hver öðrum í te og huggulegheit... ekkert baktal og ekkert mobb...(sem nú er að drepa allt meira að seigja innan raða mótmælenda eru menn að mobba hver annan og svo hefur verið lengi... enn er bara með versta móti síðustu árin finnst mér) hoiii það verður mikil uppgötvun fyrir marga að upplifa að það er hægt að hafa gott samráð og réttlátt og jafnvel bara stórskemmtilegt... (ég er á því að flestir íslendingar trúi ekki á samráð... þeir trúa á sterka leiðtoga.. því miður og vegna þess líklega að þeir hafa aldrei orðið vitni eða tekið þátt í réttlátu og jafnvel ánægjulegu samráði.. þeir þekkja bara ofurmennið sem þeir krjúpa fyrir og vilja vera sjálfir) krókaleiðir eru mönnum ansi kærar í þessu efni og margil vilja þvælast fyrir ... en semsagt .. þessi ferð hefst á einu skrefi... takk Margrét fyrir þitt innlegg hér og alla tíð.
eftirmal: og svo komu margar athugasemdir jákvæðar eftir þessa umsögn þarna á eyjunni... nánast fyrsti vottur þess að menn hafi tekið eftir því að þessi hugmynd væri góð... hm..
það er nefnilega svo furðulegt að allur þessi skari af mótmælendum og ofur meðvituðu anarkistum og lýðræðisunnendum hefur ekki tekist að sjóða saman eina einustu tillögu um hvernig þetta almennilega raunverulega beina samráðs lýðræði lítur út í reynd.. en hér er tillaga sem leysir öll okkar vandamál um aldir alda og í nokkur ár hef ég tjáð þessa hreinu einföldu leið... svo að ég er farinn að halda að það sé ekki áhugi á beinu og góðu samráði. Áhuginn beinist mest að því að grenja viðstöðulaust. Hvernig væri að tala saman í ró um hvaða leið er fær?
jaaa hér er ein athugasemd:
Halldor Carlsson · líka furðulegt hvernig menn bregðast við, og höfða til tilfinningaraka, ef maður dirfist að gagnrýna þessi stjórnarskrárdrög (þrátt fyrir að þetta sé meingallað plagg, og allsendis óhæft sem stjórnarskrá sem á að lifa einhverjar x-margar kynslóðir) - þess er krafist að maður taki afstöðu með annaðhvort gömlu stjórnarskránni eða drögunum að þessari nýju.
ég get ekki sætt mig við það, þó að ég skilji fullvel þörfina á nýrri stjórnarskrá (sérstaklega þar sem hún inniheldur ákvæði sem geta slegið vopnin úr höndum gerræðislegrar valdníðslu yfirvalda)
- þessi drög innihalda ákvæði um afsal fullveldis landsins
- þessi drög innihalda ákvæði um að ein trú sé viðurkennd
- þessi drög innihalda þó nokkur ákvæði sem hafa loðna og teygjanlega viðauka (td. ,,þó getur [þessi eða hinn] ákveðið annað ..'' bla bla -
hver??
svar mitt:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2011 kl. 06:07 | Facebook
Athugasemdir
Tryggvi ef til vill ertu þarna með einu réttu aðferðina, hún virðist erfið, en svo sannarlega rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 21:50
alls ekki erfið sýnist mér.. mér finnst ekki erfitt að kynnast 100 manns einu sinni á ári... í hálfan mánuð... bara spennandi...
og takk Ásthildur... farinn að halda að þú sért eina manneskjan með viti á íslandi í dag!
Tryggvi Gunnar Hansen, 24.10.2011 kl. 09:00
Takk fyrir hrósið Tryggvin ekki undanskilja sjálfan þig. Annars er þessi tilraun vel til þess fallinn að skoða hana í fullri alvöru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.