allt forgengilegt.. allt þetta mikilvæga dót er rusl

allt sem við menn eigum og dúllum við allir þessir hlutir verða að dufti og viðhorf í vindinn já og jafnvel lika persónan.. þetta finn ég glöggt, þegar gamlir vinir deyja. Einsog Einar Einars fyrir nokkru og Bogga nú í vor.

En ekki jörðin.. Jörðin heldur sínu striki ansi lengi (og þó eru þar einhver blikur á lofti.. loftsteinar og kulnun sólar og fleira gæti komið upp)  og ekki skilningurinn og reynslan í genum lífveranna, þar varðveitist mikil þekking og undur, sem eru jú undir ýmsu komið einsog heilsu jarðarinnar.

Við erum streymi.. orka.. það er eitthvað sem ekki mun farast.. bara umbyltast og krauma.. gufa,.. sjatna, hitna kólna

en eitt er ljóst að manneskjan er ansi mikið forgengilegri en jörðin.  Líkja má eignarrétti manna á landi við eignarrétt flugu á fjalli.  Væri nær að telja að flugan sé hluti af jörðinni.. en ekki öfugt. Eignarréttur á landi er dæmi um vanugsaðasta hrokakast einnar dýrategundar yfir lífi allra í kringumsig.. allra tegunda líka já.

Á eftir jörðinni.. þá er lífveran með afkvæmum sínum dýpri veruleiki en dótið.. eignir.

Ef við lítum yfir sviðið virðist manni mannfólkið virða dótið mest og svo sig og sína en jörðin er minnst virt... gerð að eign þar sem umturna má öllu. 

Gildismatið stendur á höfði.  Og sá slóða og sóðaskapur þankans og hugsanavilla er að gera útafvið líf frumunnar.. grunneiningu lífsins á jörðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband