14.4.2010 | 21:48
tilraun til að sjá fyrir sér æskilegar grunnlínur í heilsulegu samfélagi og hugmyndir inn í samfélagssáttmála...
Mér finnst að okkur sé óhætt að sjá manninn sem það spenndýr sem hann er og að skoða hvað hentar svona spenndýri án siðmenningaráhrifa er mjög spennandi verkefni
við erum að horfa á velferð manna og dýra og alls lífs
og að það fer saman og tengist hvert öðru
og jafnvægis er þörf.. manneskjan þarf að setja sér takmörk
að lífsrými er takmarkað á jörðinni
draga saman seglin heldur en hitt
þetta kallar á samábyrgð og sameiginlegt eftirlit.. allra
líka að velja sér fæðutegundir af þeim sem yfirdrifið er af frekar en þær sem lítið er af
og gefa þeim sem lítið er af góðan séns... við þurfum öll að verða náttúrulegir náttúrufræðingar má seigja... þetta er höfuðatriði... passarar auðs lífsins og svo þurfum við að læra að sá og að hafa í sig og á
síðan koma útlistingar á þessum tengslum sem maðurinn hefur við náttúruna og aðrar tegundir og þá skuld mannsins að passa uppá að tegundirnar hafi það gott og lifi sínu eigin lífi villt í friði
það er okkar verkefni fyrst við erum svona klár að hafa alla þessa yfirsýn og kraft
grunnhugsunin okkar hér og nú er því að skapa samfélag sem er með gott og jafnvægisfullt samráð manna á milli og fullri virðingu fyrir hvurs annars tilvist til þess svo að við getum sameiginlega tekist á við það að draga saman seglin... og hér er algerlega grundvöllur að snúa alfarið frá auðhyggju eins hratt og auðið er.. því auðhyggja byggir á alltof mikilli orkueyðslu og það sem vest er ..;stöðugri aukningu.. það er grunnurinn í auðvaldsskipulaginu og algerlega ósættanlegt við vistvæna leið sem er hin vitræna framtíðarlausn að fara... annað er ekki ásættanlegt... við erum ein heild og jafnvægis er þörf ... hér er grundvöllurinn að raunverulegri breytingu... að sjá þetta sem grundvöllinn í hinum nýja samfélagssáttmála.. að fá gott samráð og virðingu í verki fyrir náttúrunni.. og það er jafnvægi.
og þetta góða samráð gerist ekki án beintengsla fólks.. fólk þarf að sjá hvert annað... þessi fjölmiðladella er ótæk með öllu og stjörnudýrkun.. sólóleikir og leikrit
við erum að tala um að í grunnþinginu þurfa allir að þekkjast.. sjá hver annan... og 100-150 manns er hámark tel ég og máski þá frekar lægri talan 100 ... við náum ekki utanum að kynnast fleirum að viti..
og ég get rökstutt þetta á fleiri vegu... en hér er þorpið .. grunneiningin í vistvæna samráðsforminu framtíðar og þessi hópur þarf landrými .. bæði vilt og ræktunarland... sem þau þá passa saman
það þarf ekki að vera neinn hermennskuandi eða sovétstíll í þessari grunneiningu
sumir eru einstaklingar og meira fyrir sig inní skóginum.. aðrir mæta meira í þinghúsið og ræða mikið saman.. að svo koma tímabil þegar nær allir mæta... á hátíðum til dæmis,.. en allir eru tengdir einhvernvegin..
i þinghúsinu eru vorþingin pólitísk, þá er valinn fulltrúi á þjóðþingið.. sem er haldið miðsumars og um leið þakkarhátíð til sólar og frjósemishátíð til lífsins... og um haust er þakkarhátíð aðfanga og svo jól áfram jól en tengd dauða og endurfæðingu lífsins og ljóssins og barnsins.. og manneskjunnar
og þá koma hugmyndir um samráðsform manna á milli og nánari útlistingar..
einstaklingurinn, fjölskyldan, samráðsþingið .. þjóðþingið og svo heimsþing, samfélag manna á jörðu
hver er réttur einstaklingsins? Og heimaþingsins?.. og þjóðréttur er annar kapituli mikilvægur og svo er spurningin hvort gera á einhverjar kröfur til einstaklingsins sjálfs.
Mér finnst til dæmis að stórþingin... þjóðarinnar og heimsþingið hafi hvert fyrir sig mjög afmörkuð svið... til dæmis á heimsþingið ekki að ráða yfir þjóðþinginu nema kannski í umhverfismálum er varða jörðina og eins getur þjóðþingið ekki ráðið hvaða reglur heimaþingin hafa heima fyrir..
er einhvers vænst af okkur... mér og þér? og hvers er vænst af kjörnum fulltrúum?
og ég er á því að í raun sé þess vænst að við pössum uppá okkur sjálf og hvert annað eftir þörfum og bestu getu sem og aðra líf frændur vora.. eða einsog orðtakið seigir "vertu öðrum eins og þú vilt að aðrir séu þér" eða þannig er hugsunin og í umgengni að leitast við að skilja við einsog komið er að, sérílagi í villtri náttúru.
Skýrslan góða.. hún fjallar ekkert um þennan grundvallarsannleika sem okkur er nausyn að læra og koma í verk hér... málið er ekki að byggja sér stór og dýr ónáttúruleg hús og vinna og vinna í því... málið er að lifa sem nettast... taka sem minnst frá náttúrunni ... að lifa góðu heilbryggðu lífi... við getum byggt okkur okkar eigin hús á óteljandi vegu og tjöld sem þola vetur..
byrja á kartöflum og berja og sveppaferðum... og svo já bæta við þekkingu og tegundum
tengjast fólki sem hefur áhuga á ræktun og sjálbærni... og finna stað og stundir
gott verkefni fyri sjálfstæðismenn t.d. og mig ekki síður og trjárækt
ég hef ekki haft garð að gagni í nokkur ár.. þó alltaf sett niður fræ á hverjum stað þar sem ég er..
hef verið of mikið á ferðinni... garður kallar á að vera á sama svæðinu yfir sumarið
það eru mörg skref þessi leið til heilsusamlegs lífs eftir þetta sukk sem við höfum verið í... en leiðin liggur nánast til bernskunnar þar sem mamma og pabbi voru með kartöflugarð og í berjaferðir... þetta voru í raun fínar stundir... sérstaklega berjaferðirnar...
við höfum öll verið afvegaleidd á mismunandi sviðum máski en sameiginlega dregist inn í ranga leið vélhyggjunnar... nú erum við átta okkur að þetta er allt orka og vitund og tengt og ein samhangandi heild.. og það sem einn hugsar... seigir annar og hinn framkvæmir eða að við gerum bara allt sem að þarf að gera.. þá og þá stundina.. því erum við vön
og þetta er pólitísk leið ekki síður en mótmæli og um leið persónuleg leið
einsog ég seigi.. ég hef velt þessu fyrir mér og að þetta hefur með líffræði að gera, manneskjan og náttúran eru ekki aðskilinn... við eru í náttúrufræði.. jú jú samfélagsfræði og allt.... t.d. við erum með of stór hús.. við erum jú frekar stór mus með stjórnsemis æði og bað og eldæði og haldin blindu á vissum sviðum, dáltið ansi frek.. haldin jafnvel hóp-meinlokum of mörgum, en sum okkar sjá bísna vítt yfir nefið og þaðan koma góðar ábendingar
vonandi að menn fari að leita að þessum góðu hugmyndum og vinna að þeim..
vissulega er í lagi að gera upp það sem var farið í gegnum með þessa banka.. en skýrslan nefnir bara ekki og sér ekki að auðhyggjan er dauðdæmd leið og að við þurfum 180 gráðu vendingu... enga auðhyggju.. bara jafnvægi og listir. Og mannrækt.. ekki síður en garðrækt og almennt eftirlit með jafnvægi tegundanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.4.2010 kl. 07:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.