29.3.2010 | 08:22
Darma... leið jafnvægis og umhyggju
og samveru
samstreymis
íslenska orðið yfir darma er hjá sumun þýtt dyggð, leiðin heilaga, rétt breyttni, leið sem samræmist vilja guðdómsins...
og það má bæta við: passar við hrynjanda allífsins, er vistvæn og heildstæð og hagnýt leiðsögn til lífshamingju og velferðar fyrir alla lifendur.
Erum við að fylgja Darma spyrja austrænir fræðarar og sama spyrja orðið ansi margir bæði sig og hver aðra..
efahyggjumenn og þeir sem telja sig upplýsta... og háskólaheimspekingar spyrja einsog Pílatus.. hvað er sannleikur? og þvo svo hendur sínar
allt er afstætt.. enginn einn sannleikur æðri öðrum
en þó held ég að samfélagsfræðingar og sagnfræðingar og margir mannfræðingar mundu vera sammála því að sumt virki betur en annað og verkfræðingar líka að þeim gefnu forsendum að velsæld og hamingja sé betra.. ánægjulegra.. fallegra, ákjósanlegra en tóm vandræði og vesen, stríð og rifrildi... og að það sé þá til leiðir til betri vega... held ég að flestir séu meðvitaðir um... út í meiri afstæður nær ekki mannlegur veruleiki að toga okkur
og að finna raunhæfa leið til góðs samkomulegs, sem menn finna að gengur upp í stóru samhengi við lífheildina, skiptir máli
Að sjá leið jafnvægis og góðs samráðs
og ég er í þessari klípu einsog þið hin.... við þurfum að vinna þetta saman og vera opinská og einlæg.... sjá hvað gengur vel og skapar sanna vistvæna velferð sem gengur upp um aldir alda
sem byggir á ábyrgðartilfinningu og skilningi sem kemur innanfrá ekki síður en í stærra samhengi
Dalai Lama var með eitthvað innlegg hér um nýlega... í áttina að....; "frelsi sé mikilvægt .. en frelsi sem taki mið af hnattrænni velferð"..
hef ég ekki rétt til að tala um og benda á Darma af því að ég hef svo oft hnotið á leið minni að uppgötva hvað Darma er?
að ég hef prófað að Darma virkar, að týna réttu leiðinni
Gert skissur.
"Láttu okkur vita þegar þú hefur fundið lausnar leiðina" gæti verið efni í söng hér
við gerum skissur til þess læra af þeim, eða hvað? Læra hvað er ekki rétt leið. Þannig þokumst við í átt til réttrar leiðar jafnvel blindir ökumenn finna hvenær vegkanti er náð
en sumsé,... með góðu samráði þá finna færa leið, í góðu samráði koma bestu lausnirnar upp, hef ég trú á
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.