28.3.2010 | 23:42
Kannski erum við svona viðkvæm öllsömun? menn verða særðir og lokast í svona orrahríðum og hroka og slagsmálum. Hrökkva í kút og bilast í æsingi..
í öllum þessum misskilningi
og hver og einn vill eða vonar eða telur sig á réttri leið
og svo erum við að reyna að útskýra fyrir hvert öðru hvernig við sjáum stöðuna
en náum ekki ... hvorki að tjá hvernig við sjáum hlutina eða hvað við þráum
né að við náum að skilja hvert annað eða einu sinni að hlusta og þaranasíður að átta okkur á stöðunni almennt hjá félögum og vinum
og svo teljum við (ja þetta við er kannski loðið hugtak? Íslendingar... eða Jarðarbúar... lífið?
hvað er átt við?
aða við félagarnir... við fjölskyldan
og í öllum þessum geigvænlega miskilningi og vafaatriðum
grillir samt í einhvern sem skilur eitthvað eða misskilur... sem alltso stjórnar eða vill stjórna einhverju og einhverjum..
og svo fer allur vökutíminn í það að stara á einhverjar athugasemdir í einhverju áróðursbatteríi fjölmiðla
og svo þykir einhver hafa vel mælt og annar óréttilega... jafnvel ekki lítið um ódrengilega
óprúttna og ýmsum rökum við komið
jæja... eigum við at trúa á svona skoðana áróðursgræjur
ja eða yfir höfuð nokkrum sköpuðum hlut?
jaa.. . það er nú það...
ég er sjálfur í sumu mjög viss og óviss og stundm um sömu hlutina eftir aðstæðum ýmislegt sem má seigja í þessu sambandi..
og stundum algerlega stúmm ... mjög efins um allt sem er að ské og ekki síst í þessum mannlega "sam"félagi
þessu hræðalega sambandsleysi og misskilningi sem er í gangi og vondræði þar af
að hér er vandinnn... við náum hvorki að hugsa... (hafa tíma til eða getu)
né að ná sambandi hvert við annað... hvað þá að lifa saman ... þau tvö tildæmis
og samfélagið, þing, samskiptin, allt í strandi
og samskipti okkar við náttúruna hrein hörmung
á leið framm að hömrum.. bara meiri niðurtúr og hræðsla og háð og leiðindi
stórvandi þetta ástand og hvert stefnir
það er þessvegna sem ég seigi
við þurfum þing... hverfisþing... og ekki bara það... tíma með okkur sjálfum...
helst í einveru með náttúrunni líka
eða hvað?
bein samskipti við allt... tölvur orð og myndir nægir ekki
bein einlæg samskipti er eina leiðin...
er það hægt?
og það gerist í hring í smáhópum...
og gönguferðum... böðum
eldamennsku (saman er skemmtilegra)
á þingum þjóðarinnar
og víðar
við þurfum að ná áttum
skoða og skilja og iðka meira bein samskipti
og ærlegri... meira hugrekki... meira að tala frá hjarta og huga
frekar en samkeppni.. ef það er hægt
samkeppni lokar fólki og dregur úr trausti
þessvegna er vænlegt að einfalda lífsstílinn
jæja... hvernig fer þetta?
ég veit það ekki út í æsar... það getur farið á báða vegu en stefnir ennþá mjög hratt niðurávið
stöðugt sjúkari jörðin og fjöldinn og framleiðslan og landeyðingin
því miður erum við á leiðinni niður æ hraðar
og tilfinningin er einskonar hópgeðveiki
sem rekin er af þeim sem dýrka vald og ráða fjölmilum og í gegnum peninga stjórna öllum hinum... þetta er einskonar endalaus lottóleikur þetta vaxtakerfi
og menn vilja og þrá
og telja sig þurfa að fá
það sem áróðurinn matar þá á
hm...
hvað er til ráða já?
..... viðkvæm já?
sumir og bara glettilega margir eru viðkvæmir
og ekki síður konur
og svo ráðumst við á hvert annað... í þessu sambandsleysi og ofsókn í að stjórna hinum og njóta góðs af
og þetta er með neislunni orðin ein endalaus fíkn hjá okkur öllum... allir háðir hver örðum og þessu drasli öllu
þetta er heróin allt saman
sjúklegt hæði
"ekkert má útaf bera"
en það mun einmitt útafbera
það er eðli þessa æðis
það er keyrt áfram í æði og skollið á vegg...
keyrt beint útí loftið og velt
beint upp
og niður
alltaf velt
og sumir græða á veltonum
en flestir tapa
en þeir sem græða mest eru þeir sem skipuleggja velturnar á réttum tíma
ekkert er skeitt um jörðina og dýrin...
paradísina
náttúruna
hún er lögð í rúst æ hraðar
og samskiptin verða snubbulegri
kjaftagangurinn og stimlparnir
flokkanir og mikilvægisleikir
og ég ætlaði að þeigja
skiptir nokkru máli þó þetta farist allt, öll lífsforminn, seigir önnur rödd
ég sé ekki nokkra leið út úr þessu rugli
þessi rödd er að seigja.. "meiri þjáningu takk" eða "ég hef bara ekki tíma til að pæla í þessu"
"ég nenni því ekki" "það kemur ekkert út úr þessu nema bara meira vesen" "tímaeyðsla"
"allt er tilgangslaust".. "bara njóta og gleyma þessu"
"vera jákvæður" "skemmtuðér"
eða ókey ... við gerum það...
eða
vinnum í þessu... gerum grundvallar breytingu til batnaðar í beinum einlægum samskiptu
og lærum að hlusta
að láta talfjöður ganga
hringir
þing af öllum toga
kennslustundir fari þannig fram líka í öllum skólum
og fundir á vinnustöðum
og það má tala um allt
tilfinningar líka
og stefnur og sýnir
(ég ætlaði að þeigja, en líklega er ég eitthvað bilaður... ég er enn að halda að hægt sé að ná sambandi við einhvern eða bæta eitthvað stöðuna... í gegnum þessi fáránlegu dellu að tjá sig í orðum ... því mín reynsla er að það hafi ekki borið mikinn árangur að blaðra hér frá sér allt vit.. n sumsé ég fæ yfir mig einhverjar smá vonarneista eistaka sinnum um að eitthvað skipti máli... að lífið sem fyrirbæri sé eitthvað heilagt og fallegt og þess virði að vera hér og vera til... að hugsunin og innsæið séu verkfæri sem hægt sé að nota til þess að finna leið út úr hörmungum... að þau þessi orð geti bent á skapandi og heilsusamlega leið, jafnvel stórskemmtilega í stað þessa pytts sem við erum föst í)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.3.2010 kl. 13:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.