8.3.2010 | 00:58
Athugasemd við nýjustu færslu á Nýtt Ísland
Því miður vantar alveg útfærslu á hvernig á að velja þessa utanþingsstjórn. Og mér hugnast ekki svona uppástunguaðferð, því þá er auðvelt að lauma inn einhverjum "fulltrúum" hrunverja á bakvið tjöldin og með mútum og lægni. Hinsvegar er hægt að slá tvær ef ekki 3 flugur í einu höggi með því að skipa allri þjóðinni í 100 manna hópa sem ræða saman og senda svo einn fulltrúa frá hverjum hóp á landsþing þjóðarinnar sem aftur ræðir saman í 100 manna hópum og velur svo hver hópur einn fulltrúa og þá erum við með 30 manns, úrval frá allri þjóðinni og ekki út frá flokkum.. bara persónur sem fólk treystir. 3-4 flugur sagði ég... jú
við fengjum reynslu á beinu samráði hjá þjóðinni,
við fengjum reynslu af kosningum án áróðurs frá fjölmiðlamafíunni og
við fengjum bæði utanþingsstjórn
og stjórnlagaþing þjóðarinnar
og með samráði og í nánum tengslum við alla landsmenn.
Fyrir nú utan að þjóðin mun kynnast uppá nýtt og
að þetta er skemmtilegt og skapandi ferli.
Og enn eitt við fengjum ferskt fólk til starfa og gott. Víst er hugsanlegt að peningamafían nái að koma manni að með þessu formi en ég er alveg viss um að þar væru ekki margir (í 30 manna stjórn, nema jaa helmingur væri í stjórnlagaþingi og helmingur í utanþingsstjórninni 15+15) peningasinnaðir siðleysingjar innanborðs.
Og síðast en ekki lakast, við fengjum samstöðu og markviss vinnubrögð viðhöfð. (hm.. 9 flugur í einu höggi)
Já og þetta kalla ég mjúka byltingu.
ps Það verður aldrei sátt um stjórn sem er valinn "af handahófi" og eða með uppástungum eða framboði... það mundi og leiða til áróðurs fjölmiðla og hanaslagsmála og frekjustæla eins og nú er
annaðhvort að vanda sig og skapa form sem enginn meinbaugur er á eða þá hitt að rifrildið og misréttið heldur áfram og allt traust nagað í sundur í kjaftæði og að lokum algjör ótti og undirokun og valdnýðsla ... skálmöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
Athugasemdir
þetta er ansi erfitt ekki satt. En fyrrverandi alþingis maður sagði mér að forsetinn gæti skipað slíka stjórn ef stjórnarkreppa ríkti. Ef svo kynni að fara að slík stjórn yrði mynduð, myndi fólk sennilega vanda sig eftir alla þessa umfjöllun og reiði sem ríkir í samfélaginu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:46
ekki treysti ég Ólafi vel til að velja fólk sem ekki er tengt peningahyggjunni... hann var jú sjálfur í útrásarbramli
þannig að hugtakið "að vanda sig" hér er "bæði loðið og teigjanlegt. Aðferðin sem ég legg til er mun betri og mun vernda þjóð og land og menningu til framtíðar...
Tryggvi Gunnar Hansen, 8.3.2010 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.