3.3.2010 | 09:39
og hvað erum við að gera í paradís?
og hvað erum við að gera í paradís?
þegar við erum hætt að trúa á auðhyggjuna og kerfið
og búinn að finna okkur stað þar sem við getum lifað beint af gjöfum náttúrunnar...
erum við að skemmta okkur
erum við að spjalla?
við sitjum hring
jú við erum að skoða sögu okkar frá rótum og plana hvert við erum að fara
sýn og saga
með huga og hjarta
og
í núinu... hugleiðandi...
með hrygginn beinann að anda og eða tónaa
vagga létt öll hryggsúlan einsog blómstilkur, áreynslulaust allir vöðvar hvíldir,
þetta er bygging sem hvílir á, að þyngdaraflið verki á beinabygginguna
saham
inn og útöndun
svanasund öndunarinnar
og ?
jah... hvað er upplifað?
algjör samsömun og einingartilfinning með öllu
og nálægð... næmni forvitni undrun nálægð skilningur
og velvilji
samveraaa
jafnvel heilög
sameiningin
í orkuölduhafinu
já það eru kórusar glórulaust hátignanlegir...
seigjandi eiginlega of margt í einu
hvernig er að búa í miðjum dettifoss ... sídettandi, ýmist upp eða út eða suður
við orkukórafossaþrungnakossaflóð og úði í öllum litum
og alltaf þó hér
í mið
ég sé mynd
af þeim sem að hugsar til mín
með hjartanu
semsagt bein samskipti
hversu langt sem þú ert í burtu
finnurðu? Við höfum verið saman um árþúsundir
við erum sama veran
grein á lífsins tré
og ef við íþýngjum því tré
þá brotnar sú grein af
sínum hógværð og ráðdeild
lækkum seglinn
leitum til róta og sýnum samstöðu
við erum sama veran
hugsum með hjartanu
viskan hefur hjartað sem sinn meistara
hvað er okkur öllum fyrir bestu
er grundvöllurinn
hjartað finnur hvað er sannleikur þegar það hlustar
og hvað erum við að gera í paradís? (eða þegar þangað er komið... og þar erum við þegar við upplifum það þannig)
við erum að senda ljós
og hugmyndir
söngldansa...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.