20.2.2010 | 07:03
hitastigstafla 650þús ár til baka.. (takk Emil fyrir tengilinn)
já ég sé ekki betur en að það komi hlýskeið fyrir um 620 þús árum og stendur yfir í nær 80.000 ár.
Þá er kuldaskeið að hefjast fyrir um 195 þús árum og stendur yfir í um 65 þús. ár.
Og nú er úr vöndu að ráða... förum við inní einangrun á hlýskeiði?... jaa það virðist mér hæpið... öll einangrunarsagan gengur út á að það kom loftsteinn og gos og myrkur og kuldi yfir jörðina... altént norðrið og þá verður eldurinn að lífsnauð..
Sumsé.. ég hallast að því að við séum að horfa á upphaf eldnotkunar 195.000 ár aftur í tímann og já hvar féll loftsteinn á þeim tíma.. og hvaða gos áttu sér stað þá?
Ansi regluleg þessi kuldaskeið en samt ekki alveg stjarnfræðilega... kuldaskeiðin lengjast verulega á þessum 600.000 árum en heitu tímabilin styttast verulega og nánast speigilmynd stærsta nýjasta kuldaskeiðið og stærsta hitaskeiðið fyrir 620 miljón árum. Hm... Hvað veldur þessari nánast reglulegu óreglu? Að það eru 6 kuldatímabil á 600.000 árum gefur meðaltalstíðnina um 100.000 ár kuldi og hiti. Og kuldatímar lengjast.. hér er regla og já er hér líka regla í óreglu?
Síðasta kuldatímabilið var um 85.000 ár og hitatímabilin hafa verið að styttast... altso ísöld getur skollið á hvenær sem er það er 100.000 mínus 85.000 og mínus um 12000..(frá ísöld) og þá erum við með 3000 ár hámark til næstu ísaldar en vegna þess að hitatímabilin hafa verið að styttast hvernig sem á því stendur, þá erum við nú þegar við jaðar hugsanlegrar sveiflu... sveiflu hvers? Hvaða sveiflur eru þetta... hvað veldur? Að loftsteinar komi semsagt með óreglulegu millibili sem getur munað 30.000 árum er merkilegt... En samkvæmt arfsögninni þá erum við að leita að loftsteini ... altso "eldur af himni og svo straks á eftir eldur frá jörðu" (loftsteinn og eldgos.. tilvitnun í Hopi indjána).. við erum að leita menja eftir eldfuglinn Fönix. Og mikla ösku í loftlögum (sól tungl og stjörnur myrkvuðust) þannig að við getum verið viss um að það eru menjar um þennan mjög svo ráðandi atburð í sögu manna í jarðlögum. Hvað gerðist fyrir 195.000 árum? Hvaða eldfjall gaus? Hvar getum við kannað 195.000 ára gömul jarðlög? Og hvað veldur að kuldatímar koma með svo reglulegum en þó óreglulega reglulegum hætti?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Ég geta kannski ekki mikið hjálpað þér við að finna hvað gerðist fyrir um 195 þúsund árum. Þarna er næstsíðasta jökulskeið að hefjast og menn þess tíma sem hafa hafst við í norðri hljóta því að hafa hrakist í suður. Mér hefur skilist að nútaímaútgáfa mannsins (Cro Magnon) hafi komið fram í Afríku eða Miðausturlöndum fyrir ca 150.000 árum og dreifst þaðan um jörðina og tekið við af Neantherdalsmanninum. Ef einhverjar arfsagnir eru til sem ná allt að 200 þúsund árum aftur í tímann, þá ættu þær að vera frá fólki sem hefur verið skildara Neantherdalsmanninum en okkur. Þú hefur kannski aðrar hugmyndir um þetta.
Menn eru almennt sammála um að orsakir ísalda séu vegna „reglulegrar óreglu“ í braut jarðar um sólu sem er einmitt 100.000 ára sveifla. Ásamt líka sveiflna í möndulhalla jarðar o.fl. Jökulskeiðin ganga þá yfir norðurhvel þegar svo háttar til að norðurhvelið nýtur minni sólgeislunnar að sumarlagi, sem veldur minni bráðnun á sumrin, jöklar vaxa, sjávarborð lækkar og heitur golfstraumurinn gefur eftir hér í norðurhöfum, en þó þannig að hann ýmist kemur og fer snögglega sem veldur miklum loftslagssveiflum, sérstaklega á fyrri hluta jökulskeiða.
Svo vil ég gefa þér link á síðu um helstu loftsteinagíga sem vitað er um. Þar er hægt að leita eftir atburðum eftir heimsálfum eða tímaröð og stærð gígana. Ég finn þar að vísu ekkert sérstakt við fyrstu sýn um örlagaatburði fyrir um 200-800 þús árum á Norðurhveli. http://www.unb.ca/passc/ImpactDatabase/index.html
Mig langar líka að benda þér á eldfjallafræðinginn Harald Sigurðsson sem er hér á blogginu. Hann þekkir þessa hluti miklu betur en ég. http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/
Emil Hannes Valgeirsson, 20.2.2010 kl. 12:04
þessi cromagnon kenning er ættuð úr "trúarherbúðum gyðinga"... og mjög illa rökstudd... Cro magnon er fyrst bara í Evrópu alveg einsog Neandertal maðurinn... báðir koma úr langri einangrun á eldfjallaeyju... og það tekur hann þó ekki nema 5000 ár að fara um allan hnött, það er cro magnon kann að gera upp eld með bor... og boga.. hér er semsagt kominn sú kunnátta, á meðan að mig grunar að neandertalmenn hafi passað uppá að halda eldinum logandi í glóðum og þurfti að sækja eld til granna ef slökknaði... Já neandertalmenn koma fram í hinni köldu Evrópu rett einsog cro en máski 100 þúsund árum fyrr en cro eða fyrir 140.000 árum... þá eru cro og neander að klofna í tvo eða fyrr á upprunastaðnum... eyjunni hrímköldu og neander fer en hinir halda áfram að þróast... neander kalla ég fornfaðirinn og cro kalla ég eldri bróðirinn... svo kemur yngri bróðirinn (terminalogia úr biblíunni) fyrir 11000 árum frá sama stað svolítið breyttur..
já varðandi linka takk fyrir það... lestu kannski nýjustu færsluna mína um þetta vafamál hvort eldapinn verði til í kófsvita afríku eða í kuldanum og við eldfjall einsog eddan hermir... milli elds og íss erum við sköpuð.. þ.e. Ýmir og Bur og Bor, faðir Óðins sem kenndi svo að bora eftir eldi með bornum þeim góða og boga skapaði sami aðili hugsanlega... saman ber Ýi og veiðismiðurinn Völundur...
Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 13:09
en... Emil.. hvaða landslag er undir grænlandsjökli?
er hugsanlega merki um gýg þar ? hvar finn ég eitthvað um hvað er undir ísnum þar?
Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 13:57
Nei ég finn ekki neitt um loftstein hér í norðri... og alls ekkert um Ísland... hm.. það er verra að rekja þetta hér þar sem ísinn hefur skrapað allt á gjögt og veðrun er hraðari.. í afriku og ástralíu liggur þeitta einsog risahreiður ... sólfugla á sléttu teppi
Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 16:06
Þessar kenningar þínar um uppruna nútímamanna eru auðvitað mjög sérstakar og heldur ólíkar þeim sem almennt er talað um og þekkt er útfrá fornleifafræðinni. Þetta eru samt forvitnilegar pælingar. Margt í gömlum sögnum á sér rætur í raunverulegum atburðum aftur úr grárri forneskju en vandinn er sá að vita hvað af því átti sér raunverulega stað, á hvaða tíma og hvar nákvæmlega í heiminum.
Ég held að Grænlandsjökull hafi ekki bráðnað frá því hann myndaðist fyrir milljónum ára. Jökullin er svo þykkur að hann nær undir sjávarmál þannig að þar myndi vera innhaf ef hann bráðnaði snögglega. Ummerki eftir smærri loftsteina sem fallið hefðu á Ísland gætu vel hafa máðst út eða horfið undir hraun eða jökla. Annars er eldvirkni mikil á Íslandi og hefur alltaf verið. Hér þarf þarf því ekki endilega loftstein til að skapa miklar náttúruhamfarir.
Emil Hannes Valgeirsson, 20.2.2010 kl. 18:26
En þetta er eitt aðal kennimerkið í eldstu sögum.. (Hopi og Egypta og fl.) Þessi eyja og svo eldur frá himni eða Eldfugl og svo eldur frá jörðu... svo að það er ljóst að um hvortveggja var að ræða. Ef sama sagan er endurtekin víða þá þarf ekki að fara í grafgötur með það.. að þar er ekki búin til saga úr engu. En ef sagan kemur bara fyrir einusinni þá setjum við frekar spurningamerki. Já hvenær og hvar... það erum við að skoða núna. Við skulum sjá til.. Og takk Emil. Það er gaman að þessu að spjalla og rekja sig áfram. Já ég finn ekki bofs um Grænland. En Ísland var íslaust vestanvert. Þessi Búðajökull var austanvert. Það er einmitt á vestursvæðinu sem ég horfi mest .. Já villan er þessi að menn vilja horfa til Afríku endalaust.
Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 18:37
Jökullinn hefur margoft komið og farið á Íslandi. Á hlýskeiðum milli ísalda eins og fyrir um 100 og 200 þúsund árum gæti landið vel hafa verið alveg íslaust. Landið hefur síðan ekki endilega verið alveg hulið ís á jökulskeiðum og sennilega er það rétt hjá þér að minni ís hafi lengst af verið á vesturhluta landsins.
Emil Hannes Valgeirsson, 20.2.2010 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.