19.2.2010 | 17:30
önnur sjálfssýn, minna af orðum ... meira ljós, betri næring, hreyfing og meira af núi!
við erum dýr, við erum háð ljósi, lofti og hreyfingu... og næringin? hvernig var næringin í skógonum.. áður en við vorum eldapi... svo virðist sem tungumálið og tímatilfinning sé í vinstri heila en sönglistin er í hægra... það seigir okkur og... já við súngum mikið á meðan við löbbuðum ... og þjálfuðum flatfótinn.. eftir skógarveruna... að það er okkar forna fas... og tungumál.. söngurinn..
það vinnst best á mörgum sviðum samhliða, mörg og margir saman, að lifta okkur sjálfum upp úr þunglyndi og aðgerðaleysi og vanmáttarkennd og reiði og örvinglan og þar með samfélaginu... og að tjá sig í leiðinni og heyra og sjá hvernig öðrum gengur og farnast.. ekki til að metast heldur til að styðja
já og samrásform sem ekki er í höndum fámennrar klíku... semsagt sanngirni.. það bætir móralinn feikilega ef fólk fer að hlusta eftir góðu hugmyndonum hjá hvert öðru í stað þess að horfa á sérfræðinga og stéttina stjórnsömu og ráðalausu...
líka að átta sig á sálfræði þessarar stjórnunarþrár... hvaða geðveila er þetta að telja sig alltaf bestan til að stjórna.. þrátt fyrir að augljóslega að varla er hægt að klúðra ver.. hvernig stendur líka á sálfræði "múgsins".. þessa nafnlausa handa og nær mállausa stóra aðila að láta kúga sig svona
semsagt með seiglunni... rannsaka alla þessa þætti með sjálfumsér og setja út í umræðuna
að við erum í víðustu merkingu orkufyrirbæri... ljós... vatn og steinefni... einskonar risa baktería eða sveppur með lappir... fræflytjari á kúlu.. í nær tómi
að við erum í öðru lagi í undirflokkinum spenndýr... afbryggði af api sem lifði á ávöxtum mest og var líklega einsog bon bon, með ofuráhuga á kynlífi... fórum svo að labba
lifðum í langan tíma á steppum... í labbilandi... væntanlega þurrara
svo einangrumst við í norðri og förum að lifa á fiski og kjöti mest.. líklega ekki síðar en fyrir 200.000 árum.. allt aðrir hormónar koma í blóðið og næringarflóra
merkileg uppgötvun hjá Christofer Ruff í John Hopkins háskólanum, sem gerir mælingar á heilastærð forfeðranna... og finnur út að við vorum með svipaða heilastærð og önnur spenndýr þar til fyrir 600.000 árum... þá stækkar heilinn ört og fer uppí 1440 grömm fyrir um 150-200þúsund árum. Þá stöðvast þessi stækkun heilans og jafnvel gekk til baka nokkuð því nú er meðlrými heilans um 1300 grömm..
Já... út frá athugun okkar í gegnum Jill á TED um heilablóðfall sem er hér neðar á síðu linkur á.. vil ég leiða líkum að því að vinstri heilinn sé hin svokallaði mennski hluti af okkur... "siðmenningin" er þar... hægri heilinn er nú undir ritskoðun vinstri hluta heilans.. hins yngri heila...
að ef við erum að tala um 200.000 ár síðan við fórum í einangrun og kjötát... að þá er einsog við höfum verið í mjög góðu gengi fyrir þann tíma næringarlega séð gagnvart heilanum
ef við erum hinsvegar að tala um að við séum að fara inní einangrun og annað fæði fyrir 600.000 árum síðan, þá er ljóst að fæðið hefur verið mjög gott í einangruninni í 400.000 ár sem er hæpið... eða var paradísarveður... hlýskeið í ísöldinni þarna? nú þarf að skoða veðurathuganir langt aftur í tímann... ísborkjarna og árhringi trjáa.. hvernig var veðrið hér frá því fyrir milljón árum... er einhver með graf?
margar spurningar koma upp..
út frá Jill vídeóinu (sjá neðar) og leitinni að uppleið... færri leið úr þessum djúpa dal
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.2.2010 kl. 06:46 | Facebook
Athugasemdir
Sæll. Það hefur örugglega ekki verið samfellt paradísarveður síðustu 600.000 ár. Ísöldin sem hófst fyrir um 2-3 miljónum ára var þarna í fullum gangi með hlýskeiðum á milli á um 100 þúsund ára fresti, sem voru svipuð þeim sem við lifum nú í dag. Næst síðasta jökulskeið hófst fyrir um 200 þúsund árum.
Sjá línurit hér: http://en.wikipedia.org/wiki/File:Atmospheric_CO2_with_glaciers_cycles.gif
Og frekari fróðleik um loftslag á ísöld: http://en.wikipedia.org/wiki/Pleistocene
Annars passar þetta sem þú segir um heilastærðina við það að Neanderdalsmaðurinn var með stærri heila en nútímamaðurinn. Hvernig sem stóð á því.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.2.2010 kl. 20:24
það var annað fæði ávextir og hnetur og aðrar aðstæður... meira ljós virðist vera sem forfeður manna bjuggu við fyrir 200.000 árum og fyrr en eftir var það myrkur lengi og svo alltaf hálfa árið og kjötát og svo snögg er þessi umbylting að heilinn hættir að vaxa og fer jafnvel að dragast saman... eða hvað á maður að halda? Hér er fallið.. andlegt og líkamlegt áfall á sér stað. Vinstri heilinn fær það verkefni að gera tungumál tengja það við rökhugsun... og plön og tíminn varð til... áður var enginn tími ... bara núið og alltið... og ekkert var aðskilið.. nú getur vinstri heilinn aðskilið og sett það inní tíma"vélina"..
Tryggvi Gunnar Hansen, 20.2.2010 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.