20.1.2010 | 09:18
að þessi hugsun læðist inn að þessi guð biblíunnar er kannski ekki allt sem guð er...
að guðssýnin hafi einhverstaðar... ja hér og hvar verið ritskoðuð í eitthvað form sem hentaði þeim sem haldnir eru hvað mestu stjórnunaræði... sem ljóst er að mannkynið og allt lífríkið þjáist undan... ekki þannig að sú stjórnun hafi gagnast okkur vel... því aldrei hefur verið ljósara en nú að þessi stjórnun er einmitt skapari vandamálanna og að einmitt þeim fáu atriðum sem í raun þarf að hafa stjórn á, einsog tímgunarhraða og sjálfbærni og jafnvægi með náttúrunni er enganvegin stjórnað.. nema síður sé...okkur er att út í meiri og meiri útvíkkun af hveð mestum krafti sem fyrir finnst í samfélaginu... allir sem atorku hafa eru virkjaðir til hins ýtrasta í þjónustu græðginnar í meira meira á öllum sviðum svo að seigja... gagnstætt allri skynsemi, gagnstætt því hvert við þurfum í raun að stefna til þess að lífríkið hafi svigrúm til þess að bera okkur.
þessi karlkyns roskni guð... (ja það er bara að nálgast það að vera einsog ég er sjálfur)
þessum aðila sem er að hætta að framleiða melantónin í heiladinglinum smámsaman, sem veldur bólgum í blöðruhálskirtlinum og aftengir tengsl við hægra heilahvel enn frekar... festir fólk í vinstra heilanum.. í óttanum og sívaxandi þörf fyrir að hafa stjórn á öllu... og þessu að tala
seigja má að öll þessi skrif hjá mér séu tilraun til þess að útskýra fyrir vinstra heilahveli og talstöðvunum að heimurinn sé stærri en þar er skráð... að það sé til sýn á málin sem ekki byggir á ótta og stjórnun... valdi..
Og Alþingi og allt stjórnkerfið byggir allt sitt á vinstra heilahveli.. og háskólinn að mestu
sjá þetta video sem kynningu á mismunandi verkun heilahvela
http://www.esoterictube.com/jill-bolte-taylor-my-stroke-of-insight.html
að það guð sem við nú höfum fyrir framan okkur er guð valdsins.. er karlkyns ættarhöfðingi
en að hann þessi annars um margt athyglisverði aðili og mikinn áhrifavald á okkur... einskonar föður og föðurímynd er þarna einn að halda þrumuræður yfir okkur um hvað við eigum að gera og hvað ekki og sjálfsagt um margt vel meint og djúpt hugsað... en hvar er mamman?
Hvar er hin forna gyðja sem ekki má á nafn nefna sem sjá má á þúsund vegu að var leiðandi afl fyrir flóðið fyrir um 11.000 árum. Hversvegna má ekki nefna hana á nafn og hversvegna má ekki sjá þessar fornum frjósemismenningu og skoða og bera saman við það sem við búum við í dag. Nógu erum við nú föst í rangindonum og vitleysisganginum til þess að vit sé í að víkka sjónhringinn
og skoða líka tímann aftur fyrir tíma eldsnotkunar... er við vorum skógarverur... nakinn og ávaxtaætur
hvað er manninum eðlislægast... hvar er hann hamingjusamur og hvernig er manneskjan ef hún lifir í beinu sambandi við náttúruna einsog öll hin dýrin
er manneskjan þá heilbryggð og hamingjusöm í litlum hópum og tiltölulega lítið um árasarhneigð og yfirgang.. nema ef karlar eru að deila um hver sé í náðinni hjá kvenkyninu... þar er jú samkeppni einusinni á ári í öllu dýraríkinu... ekki kalla ég það stríð.. máski smá skærur
við þurfum verulega að víkka sjónhringinn í tilraunum okkar til að sjá hlutina í heild og í samhengi.. til þess að viljum við vona að við finnum ásættanlega leið til betri vega
að það er kannski meðal annars vitlaus hugsunarháttur, sýn, lífstill, vitlaus efnaflóra í fæðunni og líkamanum sem veldur því að við sitjum föst í að sökkva æ dýpra niður í fen alsherjar dauðaleiðar..
að manneskjan er sjúk í heild sinni
og að ef ekki er brugðist við og málið rannsakað og gerðar bragarbætur, þá verður ástandið bara verra og verra og margfalt verra og ekki vitað hvernig endar öðruvísi en hroðalega.
ennfremur að andstæðan við miðaldra menn eru þá væntanlega ungar konur
hvernig væri að gefa þeim meiri séns á þingum
... þetta guð sem um er rætt og skrifað er því fyrst og fremst myndvörpun (projection) manneskjunnar af sér sjálfri.. og stórlega bjöguð sjálfsmynd..
mannskepnan er stödd í hörmulegum ranghugmyndum s.s. "uppfyllið jörðina og gerið hana yður undirgefna" sem er afleit hugmynd og er búin að leiða okkur út í hópvitfirringu
manneskjan er orðin sjúkdómur í líkama lífsins
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.