í svona helli einsog ég lýsti mundi ég njóta mín ágætlega á Íslandi

bara ef ég fengi að hafa frið með plönturnar mínar, ég gæti trúað að ég færi að rækta heilsujurtir ýmiskonar og nottlega matjurtir og skógrækt færi ég strax í

altso að forma landslagið nett..  með einum spaða get ég skapað þetta nær allt.. vatn er mjög mikilvægt, það felst kannski í að gera læk og smá vatn einhverstaðar ef ekki er nálægt...

auðvitað er ógurlegur lúksus ef ilur er í jörðu einhverstaðar nálægt því að geta baðað sig er hæsti lúxus hugsanlegur og baðhús af einhverju tagi og að ég tali nú ekki um alvöru náttúrubað íslenskt 42 til þriggja stiga heitt vatn en það er nottlega óborganleg auðlind, sem tilheyrir bara baðmenningu landsins, ekki þurfum við að kvarta þar

og það geri ég ekki, ég mæri þennan auð og vonast til að við pössum hann, að hann fari ekki bara í vitleysi sem örfáir græða á en allir hinir tapa á um aldir alda

tjörn laðar að fugla og jafnvel fisk og allt lífríkið... og mýri já ... þar er ég á heimaslóðum... hef stungið torf í ein 20 ár í slíkum. Þarna fer að fara skaparahrollur um mann... hvar á að setja niður tré og hvar ekki?

þetter spurning um að skapa skjól í friðsælum lundum

einhverstaðar þarf að vera þingstaður... svæði sem vel liggur fyrir 

fyrir tjöld og búð

heimaþingið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.