9.1.2010 | 19:15
hvað við eigum n er í veði
það er svo margt annað sem er verðmætara en peningar og kemur á undan þeim... landið... jörðin. . moldin ... dýrið... augnablikið, heilsan, manneskjan, ástin og skógurinn
allt þetta kom á undan peningum
nú hafa valds og peningaöflin tekið þetta allt að mestu frá okkur
landið er allt hlutað sundur og sérstök náð að hafa rétt til þess rækta landið
og frá dýronum er landinu stolið svo þau eru að deyja út og mörg þeirra mergsoginn og mengað fyrir þeim og landið rist sundur með vegum og einræktun og borgum og býlum..
augnablikið er rist sundur í tímapressur og hlaðið í okkur ótta með stöðugum áróðri til þess að pressa okkur sem hóp undir kúgun og forræði örfárra frekjudósa
heilsan skemmd með óhollu efnafræðisulli sem kallað er fjöldaframleiðslufæði
ástin eyðilögð í óttafári og samkeppni
og skógar einræktaðir eða eytt
og allt er þetta vegna þess að við höfum ekki samráð sem virkar fyrir heildina en ekki bara stundarhagsmunir sem ráða, hinna gráðugu og sínhollu og blindu
við þurfum semsagt að hafa valdið öll jafnt að vægi og svo kynnast og sjá hverjir það eru á hverjum tíma sem bera hag allra fyrir brjósti og velja slíka aðila ár hvert til samráðsstarfa
þetta er í raun foringjaræði en undir opnum tjöldum... allir fá að sjá og vera með hvað er að gerast og smám saman verða ansi margir sem hafa verið í samábyrgðaraðstæðum... menn fara að skilja hvað þetta gengur út á, hópurinn einsog hann leggur sig og þetta hefur ekkert að gera með stríð og baráttu... frekar hitt að finna miðjuleiðina... sanngjörnu og heilsusamlegu leiðina.. fyrir alla og alla náttúruna í heild... lífið á jörðinni og lífið í líkamanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.