ég hef verið þögull um sinn, en ljóst er að stjórn landsins er ónýt og þá meina ég allir flokkar og dóms og lagalygakerfið einsog það leggur sig!!!

"Koma þarf á neyðarstjórn* á Íslandi, stjórn sem nýtur trausts almennings og umheimsins.

Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamenn njóta hvorugs, heldur búa við megna tortryggni og andúð.

Sama er að segja um stjórnsýslu landsins. Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar."

hér er tilvitnun í skrif frá Cillu á facebók

 

og svar mitt við þeim skrifumkemur hér:

 

já þetter það sem ég hef sagt allan tíman frá hruni... algerlega það eina í stöðunni... allir stjórnmálamennirnir eru hnepptir í bönd samtryggingarlýginnar.. það er enginn önnur leið út úr þessum vanda þjóðarinnar önnur en að hafna öllu stjórnkerfinu og því þarf að skapa alveg nýtt samráðsform... grasrótarlýðræði, skipta öllum landsamönnum upp í hundraðmanna hópa.. svo kemur í ljós hvað margir mæta en sumsé að allir hafi aðgang að samráðsforminu þegar þeir vilja og einn fulltrúi úr hverjum grasrótarhóp fer svo á landsþing sem aftur skipar sér i hundraðmanna samráðseiningar og fulltrúar þeirra þá æðsta samráðseining til eins árs í sen... 30 manns!!!

 

 Svar frá Cillu:

Vel athugað hjá þér Tryggvi - það þarf að bylta þessu kerfi sem er úrsérgengið. Samtryggingin kemur í veg fyrir heiðarlegt uppgjör, það verður að uppræta flokksræði, koma á lýðræði og ef rétti tíminn er ekki núna hvenær þá?

og aftur svar frá mér:

 

jæja Cilla... hvernig sérðu fyrir þér framkvæmd þessa máls... ég tel þetta mikilvægasta mál þjóðarinnar fyrr og síðar og það dugar ekki nein flýtileið, einsog að stinga uppá einhverjum og einhverjum, það þarf að tryggja það að þjóðin fái og hafi aðgang að samráði þjóðarinna hvenær sem hver vill og að þjóðin velji sína fulltrúa eftir að hafa kynnst þeim persónulega og án áróðurs og án þess að peningafólk og frekjugangslið rugli umræðuna...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.