Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.2.2009 | 16:53
Ég gekk inná Hlemm og keypti mér hjónabandssælu..
og fann um leið og ég kom inn... fyrir einhverjum drunga... jú það voru augnarráðin hjá fólkinu.... maður starði yfir hópinn með mjög gagnrýnu augnarráði,... einsog andlitið vildi seigja... hverjir af ykkur eru glæpamenn og hverjir aumingjar og hverjir dópistar... kurteis svartur drengur var ekki að troðast... bauð manni að vera á undansér í röðinni var eina undantekningin á þessari hræðslu allri... stúlka sem ég sá bregða fyrir sat með ótta í augum og niðurbeygð... það voru allir hræddir þarna inni, það er ég viss um... og við hvað? við hugsanir? Og það sló niður þessari hugsun hjá mér að svona væri öll borgin... kannski ekki allt landið en jú máski landið líka... Ótti... Vntraust... neikvæðni....... sama ástand er í þinginu og svona ástand er á heimilonum.. já og í heiminum... og að þetta ástand er magnað upp í fjölmiðlum og vídeóleikjum og bíóum... það gagnast þeim sem stjórna að hafa mikinn ótta, þá eru "yfirvöld" að gera "gagn"... þau væru með lögreglu og her til að hafa hemil á liðinu. Semsagt valdið réttlætt. En það er einmitt þetta vald sem skapað hefur þennan ótta og þessa reiði og vonleysi sem ég sé í þessum augnarráðum. Hundelta dýrirð augnarráðinu. Og svo augnarráði þess sem sækir...veiðimanninum, sá sem þykist hafa efni á að ásaka..
en sælan va ágæt með kókomjólk, þó hvortveggja sé líklega mjög óhollt... má seigja skemmt fæði.. því sykurinn er svo mikill og ekkert vistvænt af þessu, eflaust með þunga málma innblandaða og skordýraeitur.. en sumsé, gamalt bragð, man eftir þessu bragði alveg frá því fyrir 1960
og ég hef taugar til þeirra fáu hluta sem ekki eru breyttir.. svona heitir víst "fortíðarþrá" og þó, þetta er dýpra... á bakvið þessa tilfinningu að fara til baka og sem blandast við tilfinninguna að fara nýja slóð inní betri framtíð... já þessi tilfinning er bæði afturábak og áfram... umfram allt ekki heim sem valds og peningasjúkir stjórna... ekki heim sem byggir á naggi milli með og mótifólks, heldur samkomulagsleið... heilnæmri sannri leið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 16:00
afneytun=lýgi
afneytunin... það að stynga höfðinu í sandinn... allt þetta lið sem enn er með peningana og völdin.. með allt veðsett og ekkert má draga úr þessum veðum... það er rembst við að halda verðinu á öllu uppi í toppnum, með "handafli".. tilskipunum.. og leigunni um leið... þessir sömu menn gefa út spár og áætlanir og viðmið í landi þar sem helmingurinn af húsnæði stendur ónotaður. Og samt þarf að byggja áfram. Á vegum ríkis og bæjar fyrir auðmennina og verktakafyrirtækin... samanber tónlistahúsið sem á að "gefa" svo einhverjum einkavinum... Greinilegt er hverjir stjórna... og þessi "undirheimastjórn" peningavaldsins og sjálfstæðissölumanna sem er með sitt fólk í öllu kerfinu... þessi undirheimastjórn, hlustar ekkert á Jóhönnu og félaga. Fer bara sínu fram. Er bara með hálfan þingheim til að tefja allt sem stjórnin leggur til og sverta stjórn Jóhönnu. Allt í mafíustílnum semsé. Frekjuræðið er semsagt í algjörri afneytun og fjölmiðlar þar með líka.. Veltandi sér uppúr afþreyingu og lýginni gömlu.
Jú líklega þarf fjöldauppsagnir á öllum sviðum í ríkisbákninu... sérílagi ráðuneytum.
Hreinsanir. Það þarf að spúla allt frjálshyggjuliðið út..
17.2.2009 | 18:59
er það svo
góðan daginn
alvera
kjarnorkuslys í Atlantshafi... ???
spurning hvort geislavirknin hækkar í hafinu sunnanvið landið?
Því "vitnisburðinn" er ekki hægt að trúa á... Þeir sem ekki ætla sér að seigja neinum neitt, ætla ekki að seigja rétt frá atburðum... því meiri líkur á að eitthvað alvarlegt hafi gerst.
Þessir menn sem "passa" þessar stórhættulegu græjur
þeim er ekki treystandi..
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.2.2009 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 13:15
Jú ég hef sagt það oft hér að við þurfum almennilegt samráðsform
líka búinn að lýsa því yfir að við fáum það ekki nema við gerum það sjálf... búum til demó fyrir þjóðina um hvernig þetta er gert með stjórnlagaþingi sem öll þjóðin tekur þátt í...
semsagt sendum út boð til 330 þúsund manna um þáttöku í yfir 2000 þingum umland allt. Allir eru boðaðir og í ljóskemur hverjir mæta. Vonandi allir, altént þeir sem geta og komast. Það þarf að þínga í 6 vikur eins mikið og kostur er um samráðsform þjóðarinnar og þingfulltrúarnir elda saman og baða og haga sér einsog fjölskylda. Undir lokinn er einn kosinn til þjóðþings og tveir þeir næstu að atkvæðum meiga fara með sem tengiliðir við grunnþingið og fulltrúanum til stuðnings, en þessir 3 hafa bara eitt atkvæði.
Þá fáum við stórþing þjóðarinnar í sumar til að semja hina nýju stjórnarskrá.
Og þegar allir eru virtir svo að þeim er gefin kostur á að vera með í ráðum. Það munu þeir virða vel.
Þá fáum við semsagt að vita hvað þjóðin vill og þá fáum við þjóðina til að ræða saman og taka þar með þátt í lýðræðinu... við fáum einingu þjóðarinnar um góð gildi í stað karps um flokka og leiðinda sem þegar er komið í gang "skjóta sig í fótinn syndrumið" að helmingur þingmanna vinnur gegn hinum helmingnum ... sem er óþolandi ástand.
Við þurfum þjóðstjórn og samt skarpa leiðtoga. Með svona fyrirkomulagi fáum við "kandídata" að leiðtogum frá öllu landinu og mismunandi hópum og skoðunum. Þannig að ef er eitthvað eftir af góðu forustukyni eftir í landinu, þá mun það finnast með þeirri aðferð sem hér er um rætt.
Og þá mun og einhugur um slíkan ef öll þjóðin stendur þar að málum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 23:37
uppruni fjallkonunnar
Fjallkonan á sér ekki fyrirmynd í Pallas Athenu... Það er Eddan og völvan forna sem rætt er um. Og þar á undan sólgyðjan á eyjunni ljóssins og sólarinnar, þ.e. Sóley, sem átti heima hér um árþúsundir og skóp þetta kliðmjúka túngumál með systrum sínum og börnum og barnabörnum... Gríla er einsog þeir gerðu hana og Hel... þessir hermenn úr suðri... Guðmundur Oddur fer þarna langt yfir skammt í lestri um myndmál byltingarinnar. En ef við ætluðum okkur að tengja Hellenska menningu inní þessa mynd þá er nær að líta til Demater. Það er hún sem er hin eiginlega móðir allra hinna og hún kemur og norðri. Hellas nafnið á þessari menningu á sér rætur í Hel. Og Helvetica er hin hvíta Hel, en hún var rauð líka og svört og dimmblá einsog næturhimininn í norðri. Akkúrat undir Pólstjörnunni. Upprunastað eldapans. Með hugsanlegt skilgreiningarhugtak, "homofumus" á latínu. Það er "eldmaður" þá hér. Þessi eldmaður varð til við óbærilegar aðstæður mjög mikils kulda og mikils hita á eldfjallaeyju útá reginhafi í norður Evrópu. Semsagt Hér. Sannleikurinn er mikið sjokk, sé hann tekinn inn ummmyndast hin sögulegi skilningur og sjálfskilningurinn og viðhorf og sýn. Allt gjörbreytir um afstöðu og tilfinning.
Við sjáum okkar hlutverk þar með allt öðrum augum.
Hvað við þurfum að vinna að og varðveita og efla í okkar samfélagi og hvað við þurfum að hætta að næra.
Það er líka þessvegna sem ég hef hugsað mér að setja á stað rannsóknarhóp um sögu eldfólksins...
Væntanlega byrja ég með grúppu á facebook þessu til undirbúnings.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2009 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 12:33
nei ég er ekki algerlega á móti urovision..
datt inní að horfa á ruv vefinn... ég er ekki neinn sérstakur aðdáandi en þegar til kom var
soltið gaman... sumsé bæði smekkur og smekkleysa
soltið fyndið fólk..
hefðu mátt vinna vídeoið frjálsara, hver fyrir sig, þetta bláa svið var ekki svo þægilegt ... og mér finnst meira spennandi þegar fólk sýngur sína eigin texta og lög... sumsé að höfundur tjái sig beint... og mætti sýngja á íslensku meira og gera svo hugsanlega enska útgáfu líka
nokkur skemmtileg augnablik..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 09:42
sköpun, sköpununarþróun og þróun lífsins
"sköpun" mannsins er þróunarferli sem hefur með sköpun margra einstaklinga að gera. Ekki ósviðað og hugmyndir Russels um orð og merkingu, hugsun... að það sem ekki er til orð yfir í hugsun mannsins er ekki til... einn grundvöllur rökheimspeki. En skapi þá einhver orð um um eitthvað, t.d. fjall ... eða landsvæði sem enginn hefur augum litið, þar með kemur það fjall eða landsvæði inn í vitundina með "merkimiða"... þ.e. orðið og "leitarorð" í huganum. Sama á við um tímatal og svæði. Þróunin felur hinsvegar í sér að eitthvað er skapað sem nýtist betur en það sem áður var, s.s. net. Og það er hugmynd sem verður að aðferð sem leysir eitthvað vandamál og jafnvel leysir aðra aðferð af hólmi... (s.s, að grípa fiskinn með berum höndum. Frægt er að Loki á að hafa skapað netið. Og hvaðan er Loki? Jú hann er frá Hveradölum. Þ.e. frá eldfjallasvæðinu og eyjunni Ísland. Sumsé sköpun og þróun eiga mjög samtvinnaða sögu. Við gætum semsagt valið að tala um sköpun og þróun samhliða. Sköpun út frá manninum er mjög greinileg í verkum Edisons og Tesla en þróunin kemur fram t.d. í viðskiptastríði svipaðara vörutegunda... og þá fellur kenning Darwin svolitið niður ef við ræðum um videotækni. VHS og Beta stríðið skilaði VHS sem sigurvegara á meðan að beta var víst með meiri gæði og hér er semsagt verri tækni að sigra þá betri með hjálp áróðurs. Er þetta undantekningartilfelli eða er þetta viðbót við þróunarkenningu Darwins? Sýnir þetta ekki að áróðursvélarnar eru "skapandi" að því leiti að þær gefa ranga niðurstöðu... samanber að með áróðri er hægt að sveigja hug kjósenda að verri frambjóðendanum, frá þeim betri. Sumsé áróður er oft á tíðum lýgi og til vansa.
Það er nú einmitt þessvegna sem ég vil að við leggjum niður aðra fjölmiðla en netið. Vegna þess að á netinu hafa með jafnari aðstæður... þeir sem minna hafa og hinir sem hafa vald í formi peninga til að "ljúga".
Niður með falssköpun fjölmiðla og drottnun auðhyggjunnar.
En guðið sem þróar og skapar, er manneskjan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 22:19
meira um Búdda og son hans Rahula
og hvað og hvernig hann kenndi drengnum er athyglisvert.
fyrst siðfræði og sérstök saga fylgir og þá er Rahula mjög ungur
svo hugleiðslráðgjöfum 10 ára aldur
síðan vísdóm þegar hann er um tvítugt.
sjá:http://www.inquiringmind.com/Articles/BuddhaAsParent.html
svo er mikið safn af fróðleik á inquiringmind.com
og hér:http://www.audiodharma.org
geisimikið safn af greinum í hljóðformi líka... fyrirlestrar og æfingar.. (góðar hugmyndir með leiðbeiningum um hvernig má ná sambandi við sínar innri náttúrur)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 15:31
sumum finnst lífið þreytandi endurtekningar og byrði..
þá er lífið bið
og dægrastytting..
og gremja yfir hugleysi
bættar aðstæður er ekki boðið uppá
en hvað heldur þessum verum í gangi? Af hverju leggst ekki svefninn langi yfir einsog hann hefur lofað að gera... í síðastalagi við kulnun sólarinnar ... og þó líklega fyrr af völdum loftsteina og halastjarna
þessar fögru tilgangslausu verur... sem teigja sig í il sólar, þessi afleggjari af il, hægbruni í vatnssekkjum... vera sem skreið úr hafi... hversu ómeðvitaðar eru þær verur um frekju lífsins?
hugsasér... ég er alltaf að læra eitthvað smávegis... um búddahugann
Búdda hef ég gagnrýnt fyrir að vilja ekki eignast börn (gerast múnkur og í raun hafna lostanum væntanlega og þar með afskiptum af kynlífi og við konur)
En núna sé ég loks að þessi "þunglynda sýn" sem ég hef kallað svo hjá búdda á mannlífinu, sem kemur fram í því að stöðva möguleikann á því að "hinir hugljómuðu" eignist afkvæmi, er einmitt ákveðið raunsæi... að fæðast aftur er því raun það sama og að eignast barn. Jafnvel þó að þetta valdi í raun því að hinir "bestu" þ.e. hinir hugljómuðustu og minnst egóísku og kærleiksríkustu og vitrustu eignast ekki börn og því ætti mannfólkið að forheimskast smámsaman og verða minna og minna áhugasamt um andlegheit og hugleiðslu... nefnilega úrkynjast hægt og bítandi... hver kynslóð eftir aðra eða hvað? Sem endar væntanlega á einhverskonar dýrastigi. Hafa búddistar hugleitt þetta, hvað þetta er furðuleg stefna hjá karlinum. Í stað þess að hafa þetta einmitt öfugt. Bara örfáir eignast börn... og bara þeir sem mestan kærleika og vísdóm hafa fram að færa.. þ.e. væntanlega hinir hugljómuðu... múnkar og nunnur kærleikans... sumsé rækta heilagleika... og svo þegar allir eru orðnir heilagir og munkar og nunnur kærleikans... þá er grundvöllur undir fagurt mannlíf... en hin leiðin að láta af hinu mennska og skilja bara eftir "dýr".. ja frekt dýr og hættulegt, þá fáum við svona ómenningu og við búum við núna. Efnishyggju og valdsýki.
Já nei.. ég hélt ég væri að skilja búdda betur en það er ekki satt... ég skil semsagt ekki ennþá af hverju hann valdi þetta að vilja ekki endurfæðast ... af hverju hann vildi ekki allavega 2 börn. Er hann hræddur um að þau mundu hafa lent í einelti vegna þess að þau væru hans börn. Ég held að Rahula hafi orðið múnkur líka og þar með ættin dáið út. Þó er þetta ekki öruggt. Rahula á að hafa hugljómast altént. Verið konungur um tíma eftir afa sinn en kom svo til Budda í nám. Hvort ættin dó út er því ekki vitað. Það eru uppi deildar meiningar. En fyrir konungsætt var slíkt stórmál. Þetta hefur verið mjög mikilvægt fyrir suma. Í Kína t.d. og líka á Íslandi. Ættartrén. Sem er jú lífsins tré.
Nei hugmyndin um að ég væri ef til vill að byrja að skilja eitthvað meira í hugsun og viðhorfum búdda kom til að því að ég þóttist sjá að jú það væri ekki svo áhugavert að vera manneskja... ekk mikill missir af svona veru og þessvegna hafi hann valið að loka á tengsl við konuna... og hugmyndina um framtíð ættarinnar og viðhald... beinlínis bæn um enga framtíð tilhanda mannverum... gefum öðrum tegundum rými til að skapa það sem guðinu líkar. Mannskepnan mistókst.
Jú dapurleg sýn.
En múnkar og nunnur sem eignast hæfilega mörg afkvæmi til að viðhalda fjöldanum... og velja foreldra af gæðum. Er það sorgleg sýn ?
Ekki finnst mér það. Altént eitthvað léttara yfir þessari sýn. Ég semsagt gef þessa hugmynd inní safn byltingakenndra buddasiðbótahreyfinga framtíðarinnar. Við getum stofnað eina slíka.
Taloð semsagt æskilegt að velji hugljómaðasta múnkinn og hugljómuðustu nunnunna til að eignast afkvæmi ef fækka tekur í hóp um of. Að öðruleiti semja þau sig að háttum gamla búdda.
Nam johorengekjo... ommanipadmehúm!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2009 kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 14:56
já þú
Þú sem ég hugsa til með hjartanu allar stundir
fyrirgefðu mér
og samt veit ég að það stoðar ekkert að seigja fyrirgefðu... fyrirgefning getur ekki orðið að raunveruleika fyrr en leiðst er hönd í hönd... fyrirgefning er ekki veruleiki fyrr en stefnubreytingin er algjör... fyrr en við erum með gleði í hjarta yfir samskiptonum er enginn grundvöllur undir fyrirgefningu... samt bið ég og vona að við getum byrjað að undirbúa þessa sáttargjörð.
Hjartna sem vilja öllum og öllu vel.
Fyrirgefðu hjarta mitt.