Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

hvað get ég sagt við þig

að ég ber þig í hjarta mér hvar sem ég er

 allar stundir

 


innslag eftir að hafa lesið Láru Hönnu innslagið hér á blog.is

þessi kreppa er bara nýjasta útslagið á hörmungarstjórnarfari sem hefur verið alla tíð frá því um landnám og jafnvel fyrr, um það er of lítið vitað því sögufölsun er ekki ný af nálinni og jafnvel nú... eftir þessar hamfarir er varla meira en mikill minnihluti sem hefur uppgötvast... eina leiðin til þess bjarga þjóðinni úr þessum klóm... auðhyggjuliðsins... er að skapa samráðsform sem er réttlátt og þar sem peningafólk hefur ekki undirtökinn... dreyfa valdinu á alla jafnt... beint lýðræði sem öll þjóðin tekur þátt í... ár hvert er valið lókalt og svo fara þeir allir öll á þjóðþing einusinni á ári og kjósa svo stjórn... ræða saman í 100 manna hópum og kynnast... kjósa svo án áróðurs fjölmiðla... þá sem menn treysta best... en bara til árs...   fyrst að skapa slíkt þing jafnhliða hinu af grasrótinni og svo tekur hið nýja þing við... stjórnmálamenn og báknið virðist ekki hafa áhuga á svo róttækum breytingum... en sumsé... það er eina leiðin út úr þessari sjálfheldu sem er gegnum heil og mun verða sátt um.


hljóðform varðandi kisa

já þú ert svo góður og blíður

og þolinmóður

 vinur....

 

gefandi aðili

og ég veit... nú viltu að við förum í leiðangur... í rólegheitonum

   eðalborinn logi


hvernig við fáum nýtt þing og hvernig 2 þing munu eigast við á tímabili..

vandinn er bara sá að hvorki vinstri né hægri geta tekið á vandanum því vandinn er þeir sjálfir... og allt ríkisbáknið og peningagræðgin... hér eru bara allmargir hópsjúkdómar upptaldir og ef ekki verður að gert mun islensk þjóð líða og líða og að lokum líða undir lok... því þessi öfl vilja ekki sleppa takinu af spenanum áreynslulaust... en landinu er semsé stjórnað af blindingjum... ólöglega... glæpsamlega heimskulega!!!
hvernig þessi breyting getur átt sér stað...?
jú þetta þarf að koma frá grasrótinni og síðan munu vera til 2 stjórnir þar til þjóðin sameinast undir merkjum hins nýja þings
og hvernig eigum við að verja hið nýja þing gegn spillingu valdsfrekju og peningaafla?
og það er tillaga að ef menn fá á sig vantraust vegna mútuþægni þá leiði það til rannsóknar og teljist brot sannað þá brottvísun frá stjórn og þingsköpum í 3 ár eða meira... og við endurtekið brot 20 ára brottvísun frá þingi og stjórn...  og þriðja brot lífstíðar brottvísun frá þjóðþingi en úr heimaþingi geta menn illa verið brottu nema heimamenn hafi slík lög einnig í sínu þinghaldi.
sumir munu vilja skoða forn lög um útlegð... en það vona ég að verði fátítt mjög.

viðtal við Gunnar Tómasson og ályktanir út frá því..

viðtal við Gunnar Tómasson á

http://www.kreppuvaktin.blog.is/blog/kreppuvaktin/entry/968610/

 

virkilega athyglisvert viðtal og ein sterkasta niðurstaðan hér er að stjórnkerfið hafi brugðist og líka vinstri vængurinn að hann geti ekki tekið á vandanum því að hagsmunaöfl peningamannanna eru svo sterk... semsé pattstaða... ekkert er að gerast... allt situr fast í neti lygavarðanna... hm... það er semsé ekki til önnur leið en nýtt lýðræði... beint lýðræði allrar þjóðarinnar... allir landsmenn skipa sér upp í 100 (ja eða 144... 12x12 umræðuhópa) manna hópa og ræði saman og kynnist í 6 vikur... kjósi svo einn fulltrúa úr hverjum hóp sem fer á 3000 manna landsþing... sem skipar sér aftur í smáeiningar og menn kynnast, elda saman og baða sig og ræða saman í einlægni og kjósa svo einn hver hópur sem fer þá í 30 manna landsstjórn til eins árs í senn. Með umboð og verkáætlun hver frá sínum hóp. Semsagt þjónar þjóðarviljans.  Hér er þá kominn stjórn sem ekki er undir hælnum á peningafólki frekar en öðrum hagsmunum... og þjóðin hefur fengið samráðsform sem kostar hana 6 vikur á ári... alla þjóðina... í raun 6 vikna frí frá öllu hinu á ári.... alvöru þjóðhátíð... það er nú ekki verra en það!

það er bara ekki til nein önnur leið

og enginn önnur leið betri því í dag erum við með ólöglega stjórn... stjórn sem ekki getur tekið á vandanum og ekki heldur nein önnur stjórn.. það þarf að breyta forminu svo að peningafólk hafi ekki undirtökin allstaðar og þá fyrst með því að fá fólk til að ræða beint saman án fjölmiðlaumræðu... án áróðurs sem kostaður er af peningafólki eða valdsfólki sem hefur verið kosið í krafti peninga... við þurfum hreinan þverskurð af vilja þjóðarinnar en ekki bara frekjanna!

Sumsé þetta er eins sanngjarna leiðin og eina fallega leiðin og eina leiðin til þess að reka stjórnkerfi sem getur tekið á vandanum sem ísland stendur frammi fyrir

eina leiðin sem getur bjargað íslandi frá algjörri eyðileggingu um aldir alda... eyðileggingu af völdum græðginnar sem tröllríður mannkyni og öllu lífríki jarðar.


getur..

orð geta komið miklum hræringum af stað ef þau falla á réttum tíma og stað... að þau berist eyra þínu og huga og hjarta

og skilningssviði

rétt einsog lítill neisti getur kveikt mikið bál...


og hér er hægt að sjá þetta hvernig þeir vinna... þessir sem meta allt í peningum..


sem sitjum í rústunum...

hvað er verið að rækta?

það er það sem menn spyrja að þegar þeir horfa yfir kynslóðir

hvað stendur uppúr þegar allt dótið er farið... eftir 50 ár eða 100... eða 1000 ár?

vilja menn koma svo útúr sögunni að hafa lagt allt í rúst eða vilja menn geta sagt já en þetta reddaðist... við áttuðum okkur!... að þetta var spurning um þetta fólk og þetta land ... þessa menningu... að skapa almennilegt samráð sem að gæti tekið á þessu að hafna peningahyggjunni,... það varð okkar hlutverk... okkar sem sátu í rústonum...


grasrótarleiðin

ja hvað er maðurinn að tauta, hann er þjóðernissinni ha ha en hallærislegt.. hann vill vernda sauðaþjófa nei hann er verra, hann er rasisti.. verst að hann vill vernda alla rasana og allar menningarnar og blanda þeim nett saman jú jú... en að þeir haldi samt tryggðum við sína eigin ræktun... hm... jú jú þetta er alltsaman hægt ef við förum grasrótarleiðina til lýðræðis... hundrað til hundraðog fimmtíumanna hópar... rækta hver og einn eftir sínu höfði.. væntanlega eða hjarta

fyrir þá sem sjá og skilja..

að hér er fólk, hér er líf hér er fjölskylda já hér eru gen sem eiga betra skilið... bræður og systur... blóð... hjörtu sem eiga þetta land og að peningaleikir eru þessari þjóð ofvaxið að skilja að eru svindl leikir...  að við erum börn náttúrunnar... að hér eru verðmæti sem eru ofar valdi og ofar peningum... að skilja að peningafólki er velflestu ofvaxið að skilja þetta... og þessvegna er því ekki treystandi til að halda um stjórnartaumana eða ráðleggja þeim sem þar sitja að neinu ráði...

þá kemur þessi lífsnauðsyn.. þessi skilningur að lýðræði sé vinna sem allir þurfa að taka þátt í sameiginlega... í hæfilega stórum einingum... næstum á sama tíma og dagleg störf eru unnin... líkt og var í baðstofum til sveita... þetta eilífa heimilisþing... að það þarf að vera stærra en bara mamman og pabbinn og börnin... líka frænkur og frændur... að hér er grunneining mannlegs samfélags...  grunnlýðræðiseining.

Að þá erum við farinn að tala með hjartanu og öllum líkamanum og bara tilvistinni inn að merg og beini


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.