um nauðsyn alsherjarverkfalls - til bjargar lýðræðinu og réttlætinu og trausti landsmanna á samfélaginu og heiðarleika

fundurinn með forustu hinna vinnandi stétta í Háskólabíói 8. des 2008

---------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ég vil seigja að það hafi verið aðeins ein spurning sem kom róti á forustu vinnustéttana þetta kvöld. (nema kannski spurningin um laun þjóna launafólks) Og það var jafnframt spurning sem skiptir höfuðmáli og er í raun gullið tækifæri og kannski okkar eina von um vitlega þróun þessa harmræna skops og vitleysisgangs og leikaraskapar og svikamillu græðginnar.  Og það var þessi spurning sem ég bar fram um Alsherjarverkfall. Ég greip fáránlega tuggu á lofti frá Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um að hann "tæki fullkomlega ábyrgð á því hvað gerst hafi og allir í stjórn landsins" sem eru í raun algerlega innantóm orð, svo að ég sagði að nú væri staðan þannig að við gætum í raun tekið þessa ábyrgð öll saman, sem enginn vildi taka en þættust taka en að allir væru stöðugt að íta frá sér hver á annan, ef við værum tilbúin til að fara í alsherjarverkfall og með hjálp verkalýðshreifingarinnar, til að koma stjórninni frá og fá sátt um þjóðarstjórn með fulltrúum allra flokka og fulltrúum allra vinnustétta og sér valda óhlutdrægra aðila og með því, að fá allt uppá borðið, fá fram algjört gagnsæi og uppgjör á öllu sem hefur verið gert af þessu nýfrjálshyggju liði fyrir augum allrar þjóðarinnar og allra fjölmiðla í 6 mánuði og svo kosningar! Nokkurnvegin svona eða í þessum dúr kom þetta útúr mér og leitaði ég álits verkalýðsforustunnar á þessu, fulltrúa vinnandi stétta.

Undirtektir voru vægast sagt dræmar. Lengi vel virtist sem Gunnar fundarstjóri vildi ekki bera þessa spurningu upp við forustumenn stéttanna... það liðu minnstakosti  25 mínotur áður en þetta var borið upp með hálfkæringi og allar spurningar hversu smámugulegar sem þær voru voru bornar upp fyrr en þessi sem spurðar höfðu verið löngu síðar... jú Gylfi Arnbjörnson svaraði fyrstur og fór að ræða um hversu viðkvæmt verkfæri verkfall væri og klikkti út að það væri ólöglegt að boða til slíks verkfalls og auk þess þyrftu menn svo mikið á vinnu sinni að halda að það væri ekki verjandi.  Sumsé algjört undanhald og undanbrögð og vífilengjur. Ef fólk hefði hugsað svona í kreppunni 1930 þá væru enginn verkalýðsfélög til, því ljóst var að löggjafinn gerði ekki ráð fyrir verkfallsrétti á þeim tíma. Þ.e. þeir sém réðu og ennfremur, löggjafinn er spilltur. Löggjafinn hefur verið ein hagsmunaklíka í meira en 30 ár. Jafnvel frá upphafi lagalýginnar við innrás víkinga hér fyrir 1100 árum.  Ljóst er að Gylfi vinnur fyrir stjórnina eða/og að hann er flæktur inní eitthvert fjármálasvindl sjálfur og vill því ekki hætta á algjört gagnsæi í uppgjöri um hvað raunverulega hafi gerst. Þá voru tvær aðrar manneskjur sem tjáðu sig...(annars sagði nánast enginn neitt fyrir utan þennan Gylfa, af þessum fjölmörgu foringjum nema þegar gengið var á röðina og spurt um laun þeirra)  Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og hvaðst hann vera einn sá harðasti í notkun verkfalla sem verkfæris en treysti sér ekki til þess í þessari stöðu þar sem það væri ólöglegt. Konan sem við hlið hans sat fulltrúi sjúkraliða, taldi að verkalýðshreyfingin væri ekki óvirk í mótmælum einsog íjað hefði verið að. Sagði frá fundi sem hún hafi skipulagt með sínu fólki en semsé vildi ekki fara í alsherjarverkfallið.

Svona var nú fasið á foringjum vinnandi fólks í landinu. Hugleysi, vifilengjur og þögn. Kúgað og meðvirkt með peningamafíunni.  Sumsé áhugalaust um heiðarleg vinnubrögð í uppgjöri mestu þjófnaðaröldu á hendur alþýðu manna í sögu lýðveldisins.

Algjört fals sagði Birgitta við mig á leiðinni út og var öskureið og vonsvikin með þetta fólk.

Fleiri tóku undir þetta og ég fékk klapp á bakið fyrir þetta víða að. Meðal annars þetta sem er bútut úr bréfi sem ég fékk strax eftir fundinn. Hér er bútur úr því bréfi frá D:

"Sæll Tryggvi
Þetta var frábær fundur þarna í Háskólabíói í kvöld. Þú náðir heldur betur að koma róti á verklýðsforkólfana. Ég held svona í ljósi svara þeirra, að eina leiðin til fjölmenns verkfalls til að koma ofríkistjórninni frá sé að vinna þetta út frá fólkinu sjálfu, að við tökum þetta í okkar hendur og vinnum að slíku verkfalli með því að sáldra fræjum. Hvetja til að allir sem því við koma leggi niður vinnu sína"

--------------------------
nánari skýring á spurningu minni (eða það sem ég vildi sagt hafa ef ég hefði ekki verið rændur míkrafóninum eftir jaa ég veit ekki, varla 2 mínotum, líklega bara einni..)

Sumsé...

Spurningin eins og ég sé hana í nánara samhengi:

Núna þegar ljóst er að þjóðinni var hrundið útí stórfelldan blekkingaleik og hún rænd af fjármagnsspákaupmönnum og að sjálfstæðisflokkurinn og máski flestir flokkar líka en langmest sjálfstæðisflokkurinn hafa verið einráðir að keyra hvaða ólög í gegnum þingið sem þeir hafa viljað og því löggjafinn spillur og siðlaus og lýðræðið misnotað og öllu stjórnað svo að hægt sé að ræna þjóðina sameiginlegum auðlindum í vasa fárra með lygavef sem útvarpað er og sjónvarpað af miðlum sem einnig hafa verið í vasa þessara sömu bófa og já allt landið og miðin og orkulindirnar hálf eða alveg uppveðsett og jafnvel þegar selt að hluta til eða alveg til erlendra siðlausra auðhringa þá vilja flestir sem ekki eru beinlínis með í þeirri svikamillu stjórnina frá og heiðarlegt uppgjör og allra fyrst að fá réttar upplýsingar um málið. Þá sem ullu vandanum, sérílagi sjálfstæðis og framsóknar og gamla alþýðuflokksgengið svo hægt sé að skoða hlutlægum augum og með óhlutdrægum hætti hvað raunverulega gerðist. Til þess að ná þessari stjórn úr sessi, sem er sjúklega hrokafull og ósveigjanleg og ósvífin að sitja áfram, og ótrúlegt að sá sem valdi glæpum skuli látin stjórna rannsókn á þeim gjörningum,  þá virðist ekki vera önnur leið fær en sú sem notuð hefur verið oftast þegar svona staða hefur komið upp erlendis og máski hér líka, (gott væri að fá upplýsingu um það frá sagnfróðum) en að fara í alsherjarverkfall og fella þar með stjórnina með ofurþrýstingi samstöðunnar. Þetta mundi ekki taka marga daga ef það tæki þá daginn, ef við stöndum saman. En þá er hægt að mynda þjóðstjórn eða fólkstjórn, sem byggð væri upp af fulltrúa úr öllum flokkum (nema kannski sjálfstæðisflokknum sem er svo sekur að varla er hægt að hafa hann með nokkurstaðar nokkurntíma í stjórnunar eða ábyrgðarferli nokkurstaðar framar, að ég tel. Því það er flokkur ofurgráðugra bófa að mínu mati og þarf að rannsaka hann sérstaklega og hans þátt í þessu fjármálasvindli) og fulltrúum allra vinnustétta og svo nokkrum óhlutdrægum vel menntuðum aðilum. Einnig vel hugsanlega fulltrúa frjálsra félagasamtaka og sérílagi samtaka um beint og lifandi lýðræði. Jafnvel bara að allir þeir sem vilja vinna lyðræðinu hag og hafa tíma til og aðstæður að vinna samfélaginu gagn komi til að vinna þessa grunnvinnu, því þetta kemur öllum við jafn. Að þessir hópar skipi sér í hópa með 144 í hverjum hóp og sendi síða til þess kosinn fulltrúa daglega til þess hóps sem samræmir hugmyndir milli hópana, sérílagi er mér hugsað til vinnunnar er varðar gagngera endurskoðun stjórnarskrárinnar. Jafnframt væri krafist algers gagnsæis og opins fréttaflutnings og aðgengi allra fjölmiðla og áhugafólks. Að auki þess sé þess krafist að allir fundir sem þessi neyðar þjóðarstjórn héldi væri opnir fundir og hægt að leggja spurningar um allt í ferlinu og gaganrýna rétt einsog þessir borgarafundir eru uppbyggðir. Þjóðstjórnin sæti í ótalda mánuði eða þar til kosningar yrðu haldnar og einsog ég nefndi, eitt af hennar höfuðverkefnum væri að endurskapa stjórnarskrána frá grunni í þá átt að skapa beint lifandi lýðræði úr rústum þess gamla og algjörlega löngu úr sér gengna. Þær kosningar yrðu þá með nýjum hætti og bæði væri kosið um nýja stjórnarskrá fyrst og svo aðrar kosningar eftir þá nýju fyrirkomulagi.  Þá fengjum við nýtt og betra stjórnkerfi til framtíðar með tilheyrandi endurnýjuðu trausti og bjartari framtíðarsýn og samstöðu. Og væntanlega nýjum áherslum og mun meiri almenna þáttöku í því nýja lýðræði, nýs lýðveldis, sem ég vona að yrði ekki sniðin að erlendri fyrirmynd, heldur speigli sannfæringu og einlægan bræðra og systrahug íslendinga sjálfra og virðingu fyrir náttúrunni og sátt um að halda umsvifum manna í jafnvægi við umsvif annarra lífsforma í og á landinu og allt umhverfis það og sameiginlegan arð af þeim og réttlátri skiptingu þess auðs milli allra landsmanna.  Og nú er  þessi spurning lögð fyrir alla þjóðina en ekki bara þá sem rolulegu forustu launafólks sem töldu sig "ekki hafa lagalega heimild" til þess að leita réttar sinna umbjóðenda og styðja boðun alsherjarverkfalls til þess að höggva á þennan gordionshnút sem nú hefur verið hnýttur af þeim sem hafa vonda samvisku og eru hræddir um eigið skinn. Enda einsog ég sagði, löggjafinn spilltur. Og eitt af því sem "löggjafinn" hefur spillt er verkalýðshreifingin. Þessir mafíósar hafa dregið tennurnar úr samtökonum vinnandi fólks. Þeir svifast einskis. Nú eru forvígismenn vinnufólks með hundshaus og þykjast ekkert geta gert. Þeir eru bara í endalausri sátt við kúgara sína. Hvað veldur? Er eitthvað mikið að hjá þeim? Mafíósarnir hafa náð tökum á þeim eða hvað? Bundið þá í lýgi og/eða með samsekt? Ef svo er er betra að koma fram með það og stíga fram og biðja um rannsókn því allt kemur fram fyrir rest og ég þekki söguna um hvernig Gvendur Jaki var beigður af kaupahéðnum. Ég get fyrirgefið honum af því að ég veit hve einlægur hann var fyrir hönd fólksins. En ég vil ná í rassinn á þeim sem beigðu. Og sama vil ég seigja um þá sem skemmt hafa samstöðu verkafólks og skemt fyrir með þeirra sparnað. Ég vil sjá hverjir ullu. En hverjir féllu fyrir þeirra gildrum er minna mál, ef við bara rísum undir því að standa á fætur fyrir réttan málstað og standa saman um betri framtíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Gunnar Hansen

Já í sambandi við Gunnar Sigurðsson, ég hef lesið blog Guðmundar Gunnarssonar og blogviðbrögð um fundarstjórn Gunnars og jú vissulega finnst mér dáltil læti í honum og bísna furðulegur stíll.  Hitt verður ekki tekið af honum að hann hefur verið duglegur að koma þessum borgarafundum á laggirnar og fá gott fólk til starfa og mikil upplýsing hefur þetta verið. En víst mætti hann sjá að þetta hefur ekkert með hann perónulega að gera. En semsagt margt frábærlega gott hefur komið fram á þessum fundum. Og hafi þau öll þökk fyrir sem að þessu hafa staðið. Lifi upplýsingin!

Tryggvi Gunnar Hansen, 10.12.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband