orkan sem fer í að reyna að benda á leiðir og vara við ruglinu er þúsundsinnum meiri en orkan sem færi í að taka þátt í grasrótarskipulögðu stjórnlagaþingi já og lýðræði fólksins í landinu

hvílík ógnar orka það er ef við notuðum þó ekki væri nema einn tíjunda af því sem viðnú notum í að harma og gremjast hvað gert er og ekki gert.. og með nánast engum árangri.. nema vonandi hugarfarslegum breytingum, sem er jú upphaf allra breytinga, að ef við notuðum tíundapart af þessari orku í að ræða og skipuleggja samráðsform sem getur staðið uppí hárinu á peningafýsninni.. að þá erum við kominn með okkar fólkstjórn og fólkstjórnlagaþing fljótlega..  eða innan nokkurra mánaða og þó tvö þing færu í hár saman .. þá sker þjóðin úr um hvort þingið skuli taka alvarlega þegar ljóst er hvort þeirra vill þjóðinni raunverulega og í verki vel. Og ég er ekki í vafa um niðurstöðuna í því máli "þó ekkert gefi ég upp að svo stöddu". (að kunna að seigja lítið sem ekkert er list ofstjórn og valdfúsra) Altént upplifi ég að ég hafi lagt ótrúlega, nánast óhugnalega mikla orku og tíma í þessi samráðsvandamál. Að koma stjórnlagaþingi þjóðarinnar á og nýjum samráðsaðferðum er forgangsverkefni. Því nú flýtur þjóðin að feigðarósi í höndum blindingja allir valmöguleikar og þessum valmöguleikum fer æ fækkandi. Því valið hefur verið af stjórnvöldum leið peningavaldsins en ekki leið þjóðar til framtíðar. Eina aflið sem getur skapað sátt um leið fólksins er ef grasrótin rís upp. Og sameinast í skipulagningu á eigin alvöru lýðræði. Lýðræði sem tekur málstað fólksins og islands til framtíðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband