Færsluflokkur: Lífstíll

hugleiðing um meðferð á hjartanu og hvað það hefur ótrúleg áhrif á sköpun og alla líðan og atorku og samfélagið

ef ég semsagt fer ekki eftir því sem hjartað vill, þá lokast svo margt..  hjartað klofnar,.. brotnar upp eða já lokast og andardrátturinn herðist og grynnist... og sköpunarkrafturinn dettur niður og gleðin og viljin til athafna...  hugmyndir kafna og innsýn og útsýn... menn með lokað hjata geta brynjað sig fyrir þessu með því að drekka eða taka örfandi eitthvað eða róandi.. og þá farið að vinna eftir hugmyndum og vilja annarra, t.d. að komast yfir peninga, verða valdamikill og mikilvægur... en allt þetta er ansi yfirborðslegt... ristir ekki djúpt... er jú sárabót kannski fyrir tómið sem kemur upp og tilfinning að allt sé tilgangslaust... og því reyna menn að hella sér út í vinnu t.d. eða stara á lítil vandamál og stækka þau... allskonar svona hörmungar koma fram þegar líðanin er slæm og svo verða menn reiðir við sig sjálfa eða aðra... ef það fer á mann sjálfan, þá geta menn farið að svelta sig og hætta að sinna sjálfumsér...  nú ef það fer á aðra meira þá fara menn í stjórnmál eða verða dóms og kirkjumálaráðherrar eða löggur eða bófar...  afleiðingarnar eru ótrúlega miklar af þessu upprunalegu synd að fara ekki leið hjartans...  gera ekki það sem innri veran seigir að sé rétt

 nú saungvara verða þöglir og skáld missa andagiftina, málarar missa list á að gera myndir og ástin fölnar

 allt þetta kemur frá þessu einfalda atriði tiltölulega að velja ekki leiðina sem hjartað vill

 

þetta er einhvert dýrasta og óhollasta og mest óhamingjusama ranga leið sem um getur, afleiðingarnar eru svo slándi hörmulegar og víðtækar fyrir hvern og einn sem velur og svo alla sem þekkja þann sem valdi gegn eigin samvisku, má seigja, og allt samfélagið og þaðan yfir í allt líf sem nú þjáist heiftalega af því að það er orðið norm en ekki undantekning að velja leiðir sem hjartað telur þá verri, jafnvel þá verstu, altént ekki þá bestu leið sem hugsast getur...

er einhver með reynslusögu hér? 

Ja ég finn það nú bara einsog svart á hvítu að þegar mér text að vera góður við einhvern sem mér þykir vænt um og hef vanrækt, þá lifna ég allur við... ég léttist upp, eftirá get ég bara verið skapandi og allt streymir mun betur... ég get jafnvel farið að söngla smá...    eins finnst mér alveg yndislegt þegar einhver kemur inní líf mitt og ávarpar mig með hjarta sínu.. þá lifnar hjartað í mér og einsog sólskin streymi um mig allan.. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband