reynsla Jill af heilablóðfalli og Budda

Hvað var Budda að fara í gegnum þegar hann leitaði leiða frá þjáningunni og fann miðjuleiðina heilögu til hugljómunar í gegnum hugleiðslu og samkennd?

Eða yfir höfuð.. hvað er átt við þegar talað er um Moksa og Nirvana í austrænum fræðum og hvað var heilagur Frans frá Assisi að gera í sínu dularsambandi með guði og fuglonum?

Út frá reynslu Jill getum við sagt júú.. hér er verið að tala um að ef egóið og tíminn og tungumálið og vinstri heilinn detta út.. þá förum við að upplifatilveruna með hægra heilahveli og þar erum við í heila dýrsins og ómálga barns... þar er enginn aðskilnaður.. þar er samkennd og óttaleysi... kærleikur

Við sem notum tungumálið svona mikið... og teljum stundum einsog Russel að ekkert sé til sem ekki er hægt að setja í orð.. við eru jú vissulega föst í neti blekkinganna og ég sins og tímanns og efans og óttans við "hvað gerist ef þetta og þetta gerist" semsé þrá eftir valdi... stjórn.  

Og getum við lært að komast undan einvaldinum óttasleigna og stjórnsama og séð hvað hinn hluti vitundarinnar í hægra heila sér... þá erum við í landi hinna hugljómuðu.. og með samkennd og yfirsýn og visku sem svo sárt er saknað í samráði manna..

og þar er Búddisminn með leiðarvísi og fleiri hvernig taka á á þessum vanda mannskepnunnar að sjá lengra en nefið (og égið) að róa niður ótta og þrár.. þar eru dyr og leiðarsteinar.. buddisminn í öllum sínum myndum með sínar hugleiðslur og samkennd með öllu lífi geislar á vissan hátt af visku hægra heilahvels.

 margar aðferðir samtímis við að vekja upp hin stóra huga og róa niður þann litla sjálfselska og hrædda eru tilreiddar í hefðinni hjá okkur líka í bænum og böðum og sönglist... allt þetta örfar hægra hugann og að  horfa í morgunsólina og fleira og fleira en mér virðist Buddarnir hafa hvað mest fram að færa af andlegum verkfærum til þess að koma á jafnvægi á hugann og þar með vitundina og velllíðan alla og samskiptin. 

já og hér er Jill á Ted

 http://www.esoterictube.com/jill-bolte-taylor-my-stroke-of-insight.html

 þá er hér linkur á video viðtal við Tony Wright sem skoðar líka söguna en í gegnum líffræði og næringarfræði. Telur að mannkynið sé í raun með einskonar bilun í heilavirkni í vinstra heila og að sú bilun hafi farið af stað fyrir um 150-200.000 árum.  Ennfremur að blæðingar kvenna hafi farið af stað á sama tíma aðallega vegna breytinga á næringu. En ég vil bæta við hitastigi og að heit böð hafi haft áhrif. Næringin breytist frá ávöxtum og hnetum til fiskmetis og kjöts nær eingöngu. Og þar með allt aðrir hormonar þ.e. meira testostron og þar með allt annað hugarástand. Þetta er sá tími sem eldapinn verður til í ofur kulda og ofur hita (böð) og tungumálið er skapað í myrkviðum vetranna og tímahjólið... fortíð og framtíð verða til með þessari ábyrgð að þurfa að safna fæði í vetrarforða yfir sumarið... og reynslan á að hjálpa okkur að taka ákvarðanir.. þar með kemur ábyrgðartilfinning og áhyggjan.. óttinn við að gera mistök og reglurnar.. lögin..

jæja ég er að blanda minni sýn við sýn Tony... lát sjá hvað hann hefur að seigja og bókinn hans er ágæt "Left in the Dark".

http://www.youtube.com/watch?v=MtgY5JFGIeE&feature=channel

En hjá Tony fékk ég þessar upplýsingar um Christopher Ruff í John Hopkins háskólanum um rannsóknir á heilastærð hómo sapiens og að heilinn hafi stækkað á milli fyrir um 600.000 árum fram til um 200.000 til150.000 ár og að heilinn hafi staðnað síðan þá.. jafnvel dregist saman um 140 grömm að meðaltali... sumsé frá 1440 grömmum niður í 1300 sem er meðaltalið núna. Sem seigir mer að þessar tölur 600.000 ár og 200.000 ár eru stórir tímapunktar í þróun mannsins. Og að nú sýnist mér einsog talan 200.000 sé sú sama og byrjun næstsíðustu ísaldar eða að fyrir 195.000 ár festast þessi 4 pör sem rætt er um í upphafi sögu Egypta á eldfjallaeyju í norðri og fara að lifa á fiski mest og baða sig í heitum ám og svo í köldu útí fjörunni að veiða og aftur í heitu ánni og svo framvegis allan veturinn og svo fer þessi vera að umgangast eld einsog heimilisvin... undir eldfjallinu eina... og ekki í fyrsta sinn sem lífverur lifa góðu lífi á mörkum ofur hita og kulda. Sjálgt lífið átti sín upptök við þessar aðstæður. 

Já og hvað var þá að gerast milli 600 og 200.000 árin? Ja það er það... ég er reyndar efins hér hvort við fórum í einangrun fyrir 600 eða 200.000 árum... gætum við hafa verið í einskonar paradístilstandi á steppunum í 400.000 ár og lifað á súperfæði fyrir heilann? Og þetta tímabil frá 600 til 200þús ár er með 4 kuldatímabilum. Það er erfitt að hugsa sér að við gætum hafa verið á þessu súperfæði allan þennan tíma sem heilinn er að vaxa frá venjulegri spendýrastærð og í einangrun í norðri allan tímann. Og því er ég frekar hallur undir að við höfum jú verið labbandi sunnarlega í Evrópu eða Norður Afríku á endalausum hampvíðáttum í þessi 400.000 ár eftir að skógarnir létu undan og steppur tekið við og svo að þá loftsteinninn er að koma þá fyrir um 195.000 árum og þá einangrast lítill hópur í norðri og þessum litla hóp tekst hið ómögulega að lifa af með hjálp margra þátta... meðal annars mjög öguðum samskiptum við eldinn. Minn efi um þessar tímasetningar kemur meðal annars til af viðmiðunarsögu frá Indlandi þar sem sagt er frá Siva í egginu við upphaf tímans... að hann á að hafa verið 900.000 ár í egginu áður en hann braut sér leið út úr því... Siva er hér látinn tákna upprunamanneskjuna og þessi 900.000 ár í einangrun hef ég séð sem tímabilið á meðan manneskjan var enn á þessari upprunaeyju sem vel flestar upprunasögur tala upp sem upphaf alls mannkyns. Þá erum við að tala um 940.000 þús ár þar sem cromagnon kemur fram í Evrópu fyrir um 40.000 árum og þá 900.000 ár í einangrun.  Þessvegna koma þessar upplýsingar frá Christopher Ruff mér nokkuð á ávart. Og þetta heilavakstartímabil finnst mér afar merkilegt og mun því skoða hvað ég finn nánar þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband