Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tvær grundvallarspurningar sem mér finnst mjög aðkallandi að fá svar við frá öllum fulltrúum í ráðinu!

sent inn sem erindi til stjórnlagaráðs 9. júní 2011

 

Ég spyr alla í Stjórnlagaráði:

--- Hvernig á að stemma stigu við peningavaldinu... hvernig það í krafti eignarréttar notar fjölmiðla og kaupir flokka og stjórnmálamenn (og þá er bein kosning einstaklinga og stjórnar á sama bás)
og hins vegar í raun höfuðspurningu og nr 1... hvernig á að tryggja þátttöku allra eða sem allflestra í ákvarðanatökum... hvernig valdinu verði komið aftur til þeirra sem það eiga... þ.e. íbúa landsins? og úr höndum getulausrar og spilltrar atvinnustjórnunarstéttar.

Sem og margir góðir menn hafa bent á s.s. Andrés Magnússon og Páll Skúlason. Að lýðræði er vinna sem öll þjóðin þarf að taka þátt í... þeir sem ekki taka þátt verða hlunnfarnir.

Ég vil sjá þetta rætt í alvöru hvernig stjórnarskráin geti skapað ramma um beint lýðræði allra landsmanna... og ekki bara fulltrúalýðræði... heldur samráð allra landsmanna, þar sem fjölmiðla er ekki þörf eða peninga við kynningar á fulltrúum og þar með að fjárráð frambjóðanda skipta ekki máli. Og þar með að við getum átt von á annars konar fólki sem fer í samráðsþjónustuna... Fólk með vit og samkennd með öllu lífi. Og skilningi á hvernig varðveita á litla þjóð til framtíðar. Annars er voðinn vís.. að allt verði selt siðlausum blindingjum og ekki bara mest allt einsog nú er... að fáein prósent þjóðarinnar eru búin að sölsa allt undir sig og er að selja erlendum ofurríkum spákaupmönnum allt sem hönd á festir og á leið uppí topp og meira og að Íslendingar sem þjóð leysist upp í vind og skít græðginnar... flytji og gleymi.

Þetta er skilningur þjóðarinnar á hvað gerðist við hrunið og ég vil sjá og heyra þetta rætt ofan í kjölinn og verðugar tillögur til bóta.


Tryggvi.

 

og linkur... á umræðuna er í umsagnardálknum hér undir( jaa ég fékk ekki tengilinn fram hér).. en furðulegt nokk hafa bara 5 manns lagt orð í belg enn... er þjóðin steinsofandi fyrir þessari mikilvægustu vinnu sem nú fer fram á Íslandi. !!! SOS vaknið... hér er verkefnið SAMRÁÐ ÞJÓÐARINNAR!!!

 


athugasemd vith fyrirsögnina "islenskir rithöfundar gagrýnislausir"

samanber: http://www.smugan.is/menning/baekur/nr/5905

og setningin: "Það er erfitt að standa uppréttur í íslensku samfélagi. Þeir sem þó gera það eru einmanna og útskúfaðir,“ ... segir Guðbergur Bergsson rithöfundur.

jaa ég er meth hitasótt og eiginlega hálf sloi... en sumsé... ég er á thvi ath thath séu ekki bara íslenskir rithöfundar sem sitja í sleni methvirkni og ráthaleysis.. en hvath um thath.. Guthbergur tekur Thor Vilhjálms og sig sjálfan sem daimi um thau sem standa utangáttar... "Enginn gefur því sem gerðist andartaks gaum eða gerir raunverulega tilraun til að skilja hvað fór úrskeiðis,“ segir hann ennfremur... og thar meth ekki hann sjálfur vaintanlega... en hér er semsagt ein mikilvaig villa... sem farith hefur framhjá honum og fleirum.. (aaa.. ja hvart ég kalla mig rithöfund, thath er spurning hér, en skrifath hef ég kannski ekki minna en margur sem kallar sig rithöfund... ) og villan er sumsé thessi ath ég hef sundurgreint peningavaldssjúkleikan og lagt fram grunnhugmyndir af hvernig vith komumst frá thví ath láta graithgina og valdsjúka stjórna okkur og thessar netsíthur til vitnis um thath.. og get ekki betur séth en ath ég sé sá eini. En vist upplifi ég thögnina og útskúfun.  Guthbergur og Thor eru ekki einir sér thar á bekk.  Bara verst er ath ég kem ekki auga á theirra skrif meth skilgreiningu á hvath fór úrskeithis.. og ekki heldur leith útur vandanum.

Já ég er semsagt lasinn... thungir og ákafir vírusar herja..

authvitath finnst mér that skítt ath thessar 330000 hraithur hafi ekki tekith eftir etha né sýnt thessum tillögum áhuga og tel thví ath mannfélagith og mannfólkith sé svo sjúkt og fjarri thví ath "standa upprétt" (einsog Guthbergur telur sig og Thor gera..og sem ég geri enga athugasemd vith) ath jaaa ekki sé áhugi á heilbryggthara samráthsformi og thar meth ath skrif rithöfunda skipti ekki máli...  né heldur ath standa uppréttur ethur á hnjánum liggjandi etha höfthi


Gamn að heyra í Þórhildi

http://dagskra.ruv.is/ras1/4527434/2010/06/13/

viðtal.. ja nánast eintal Þorhildar Þorleifsdóttir

margt mjög gott henni.. sérílagi athyglisvert þetta með ofbeldi meirihlutans yfir minnihlutanum... gagnrýni á þetta rugl sem við köllum lýðræði!!! Andstætt við samræðu.. samráð (consensus) Þetta er grundvallarpunktur. Norrænt Ting náttúrufólks er með consensuslýðræði (sjá lightisee.blogspot....com)
og að sala á kynlífi sé ofbeld... og viðbrögð við fátækt.. skörp ádeila og ef ég fer lengra inní þetta söludæmi... hvar byrjar ofbeldið og hvar endar frelsið í þessum "allt til sölu heimi" siðleysi og með fátæktina.. í heimi þar sem öllu hefur verið stolið í þessu einkaeignarréttarbrjálæði.. þessi risa nauðgun sem er í gangi.. valdið sem jagast á öllu lífi gægist hér inn. Jæja... ég mæli með þessum þætti. Þórhildur er stórbrotin og persónuleg! Og hressileg. Það veit hún að verður að vera aðeins með.. Og dúndur einlæg.

 


einfaldara og þægilegra líf?

við mundum gera okkur lifið svo miklu einfaldara ef við áttuðum okkur á að lífið gegnur út á að finna og safna og rækta fæðu og njóta ávaxtanna saman og á meðan og eftir mat þá er fólkð að hafa samráð einsog af sjálfu sér.. Þannig verður samráðið innbyggt í daglegt líf.. og allt verður opnara og einfaldara
 

orkan sem fer í að reyna að benda á leiðir og vara við ruglinu er þúsundsinnum meiri en orkan sem færi í að taka þátt í grasrótarskipulögðu stjórnlagaþingi já og lýðræði fólksins í landinu

hvílík ógnar orka það er ef við notuðum þó ekki væri nema einn tíjunda af því sem viðnú notum í að harma og gremjast hvað gert er og ekki gert.. og með nánast engum árangri.. nema vonandi hugarfarslegum breytingum, sem er jú upphaf allra breytinga, að ef við notuðum tíundapart af þessari orku í að ræða og skipuleggja samráðsform sem getur staðið uppí hárinu á peningafýsninni.. að þá erum við kominn með okkar fólkstjórn og fólkstjórnlagaþing fljótlega..  eða innan nokkurra mánaða og þó tvö þing færu í hár saman .. þá sker þjóðin úr um hvort þingið skuli taka alvarlega þegar ljóst er hvort þeirra vill þjóðinni raunverulega og í verki vel. Og ég er ekki í vafa um niðurstöðuna í því máli "þó ekkert gefi ég upp að svo stöddu". (að kunna að seigja lítið sem ekkert er list ofstjórn og valdfúsra) Altént upplifi ég að ég hafi lagt ótrúlega, nánast óhugnalega mikla orku og tíma í þessi samráðsvandamál. Að koma stjórnlagaþingi þjóðarinnar á og nýjum samráðsaðferðum er forgangsverkefni. Því nú flýtur þjóðin að feigðarósi í höndum blindingja allir valmöguleikar og þessum valmöguleikum fer æ fækkandi. Því valið hefur verið af stjórnvöldum leið peningavaldsins en ekki leið þjóðar til framtíðar. Eina aflið sem getur skapað sátt um leið fólksins er ef grasrótin rís upp. Og sameinast í skipulagningu á eigin alvöru lýðræði. Lýðræði sem tekur málstað fólksins og islands til framtíðar.

manneskjan?

þessi vera sem í raun er bara elska

 vill vera elskuð

  og gera það besta í stöðunni

 hvernig gat þessi vera orðið svona erfið og ósanngjörn ?

  hvernig gat hún lent í þessum viðstöðulausu slagsmálum og hnútakasti og blindu,

     á meða verið er að ana skipullega og æ hraðar og hraðar, í hóp frammaf hamrabrún?


allt forgengilegt.. allt þetta mikilvæga dót er rusl

allt sem við menn eigum og dúllum við allir þessir hlutir verða að dufti og viðhorf í vindinn já og jafnvel lika persónan.. þetta finn ég glöggt, þegar gamlir vinir deyja. Einsog Einar Einars fyrir nokkru og Bogga nú í vor.

En ekki jörðin.. Jörðin heldur sínu striki ansi lengi (og þó eru þar einhver blikur á lofti.. loftsteinar og kulnun sólar og fleira gæti komið upp)  og ekki skilningurinn og reynslan í genum lífveranna, þar varðveitist mikil þekking og undur, sem eru jú undir ýmsu komið einsog heilsu jarðarinnar.

Við erum streymi.. orka.. það er eitthvað sem ekki mun farast.. bara umbyltast og krauma.. gufa,.. sjatna, hitna kólna

en eitt er ljóst að manneskjan er ansi mikið forgengilegri en jörðin.  Líkja má eignarrétti manna á landi við eignarrétt flugu á fjalli.  Væri nær að telja að flugan sé hluti af jörðinni.. en ekki öfugt. Eignarréttur á landi er dæmi um vanugsaðasta hrokakast einnar dýrategundar yfir lífi allra í kringumsig.. allra tegunda líka já.

Á eftir jörðinni.. þá er lífveran með afkvæmum sínum dýpri veruleiki en dótið.. eignir.

Ef við lítum yfir sviðið virðist manni mannfólkið virða dótið mest og svo sig og sína en jörðin er minnst virt... gerð að eign þar sem umturna má öllu. 

Gildismatið stendur á höfði.  Og sá slóða og sóðaskapur þankans og hugsanavilla er að gera útafvið líf frumunnar.. grunneiningu lífsins á jörðinni.


Hvað er búið að sjá ? og hvað svo?

að við höfum verið dregin áfram af vitleysingjum græðginnar til þess að vera skækja fyrir heiminn

og selt landið og okkur sjálf og alla hugarró og manneskjulegheit veg allra vega

hvenær hefur græðgin séð vel fyrir málum?

að stjórnmálamenn, peð og fórnarlömb sinnar eigin græðgi í vald, athygli, peninga, stunda lands, orku, vatns og fyrirtækjasölu og það er í raun refsivert landráð og að þeir eru í raun í vasa bankanna sem nú eru að mestu í erlendri eigu.

að sjálft form samráðsins er á algjörum villigötum ... "djók"! ..  þvæla sem yfirstétt frekjuruglara hefur rænt og passar uppá einsog varúlfur kjörbitann sinn

að ef eitthvað á að vera eftir fyrir venjulegan þegn þessa lands eða yfir höfuð ef ísland ætlar að vera til áfram þá þarf að dreifa valdinu sem allra allra rækilegast..  og þar með hafa sameiginlega ábyrgð á tilvist og framtíð lands og þjóðar.

 og að það verðum við að gera sjálf, Jóhanna og Steingrímur hafa ekki áhuga á að deila valdinu með fleirum. Og enn síður hinir.

Svo er nú það.

Og hvernig spyr þú?

Ég hef sagt þetta áður allmörgumsinnum. Skipta landsmönnum í 100 manna hópa .. senda öllum bréf og boða fundi. Þeir sem mæta eru löglegir fulltrúar landsmanna. 

Þessir þurfa að kynnast með röð funda og velja svo einn úr hverjum hóp á landsþing og stjórnlagaþing. Þar mæta þá 3300 manns væntanlega. Og skipa sér í 33 100 manna hópa sem ræða saman í nokkra daga. Kjósa svo einn fulltrúa úr hverri deild. Þar eru þá 33 í stjórn landsins og stjórnlagaþing til eins árs. Næsta ár gerist það sama.

Meiningin er að fólk kynnist nógu vel til þess að val geti átt sér stað án áróðurs. Þessvegna ráðlegg ég sem lendgstan tíma .. (viku til 10 daga allavega eða 2 vikur) og að fólk eldi saman og baði sig og stundi leiki og listir á þingtímanum. Og sofi á sama svæði. Kynnist hvert öðru einsog fjölskylda.

 Þá er komið form sem getur samið grunnlög og stjórnað landinu.

Vera má að gamla klíkuþingið muni ekki vilja leggja sig af. Munu þá um tíma vera tvö þing. En svo vænti ég að þjóðaratkvæðagreiðsla muni aftengja gamla þingið. (við Austurvöll)


brosframboðið er viðbragð við úthrópandi siðblindu alls stjórnmálahugsunarháttarins

altso staðan er svo alvarleg í umræðunni að mestur meirihluti flokkstengdrar millistéttar hlustar ekkert á neina gagnrýni og lokar augonum fyrir heiðarlegum valkostarleiðum.. það eru allir að hugsa um sitt og sína og þjóðin flýtur að feigðarósi sem samfélag..

Þeir sem stjórna stjórna ekki en stara í gaupnir sér 

trúa á fræðingana og fræðingarnir stjórnast hefðinni sem stjórnast af peningum og allir og allt staðfastlega forritað af peningahugmyndafræðingum... yfir allan annan hugsunarhátt er valtað

að fólk sem ekki hlustar.. það fær brátt samkeppni frá þeim sem hlustað er á.. og það er trúðurinn

gamanleikarinn..  er hann einn af þeim sem upplifir að ekki sé hlustað... nema með sérstökum brögðum... húmornum.. á hann er því hlustað og þeir sem ekki hlusta þurfa að fara að hlusta... hvað er maðurinn að tala um?

    Hann brosir og talar tungum og talar um traustið sem hann er svo þakklátur fyrir og fleira gott í þjóðlegum anda..  og brosir

     Hann reynir að fara varlega í brandarana en ubs það er of seint.. þarna kom einn .. djók

Fólk er svo yfirsig þreytt á þessum venjulega hefðbunndna ræðumanni að hlusta á þetta skvaldur.. það eru velflestir búnir að sjá að þetta form gefur okkur ekki val um neitt og enginn samskipti að viti..  bara lygar og rán.

Hvort að djókerinn gerir betur... menn eru virkilega til með að taka sénsinn..  næst verða vélar spurðar ráða eða hlutkestir um val... allt frekar en þessi botnlausa afneitun

embættis og flokkakerfisins

 þurfa þá stjórnmálamenn framtíðarinnar að fara á námskeið í uppistandi?

ja það getur verið að það gæti hjálpað jú en þó er eitt sem er ennþá sterkar en brandarinn... og það er.... og haldið í ykkur andanum... aaaaaa  já hvað hvað hvaaað???  jú einlægni

þannig að til dæmis einlægur brandarakall kemur "sterkur út" "sækir fram hart"

Hvað er svona einlægt við brandarakónginn? Jú hann veltir upp ýmsum spurningum og sér heiminn út frá fleiri hliðum en fyrirrennara hans.. svosem Bubba kóng í skólaleiknum góða eða það skulum við vona því margir unna honum góðu gengi.

En sönn einlægni er sterkari jú.. þar er grunnurinn að byltingunni og að hlusta.


já það r þreytt

að þurfa

að vera í stöðugu stríði við þá sem manni þykir mest vænt um

vissulega mjög leitt

og ekki neitt

smá meitt

mitt hjarta og þitt já

að é tali nú ekki um allt hitt

nei ég sé reyndar allt aðra framtíð en þjóðlönd þegar frammísækir... eru bara hringir... þing sem geta skiptst á umsjón með svæðum (einsog að skiptast á íbúðum núna milli svæða sitthvorumegin hnattarins) en það er töluvert millibil í þann tíma að við höfum sterk grunnþing og frammaðþví vil ég halda í þjóðlöndin.

En Ísland verður alþjóðlegt á allt annan máta þegar fólk skilur þessar kenningar mínar um upprunalandið til fullnustu. Þá munu vera hér fulltrúar hópa frá flestum svæðum heims að skiptast út og nýir að koma í staðin. En vel hugsanlega verða þó sér friðlönd fyrir upprunafólk mörg í öllum löndum.

að þar haldist líka við kyrrseta..

og hér r kannski ein ástæða þess að ég er í meðallagi áhugasamur að seigja frá rótum íslads

þjappar það norðrinu saman eða sundrar það enn meir?...  

ég hef verið að vona að norðrið stæði saman með einhverja stefnu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband