þrá...

Ég er bæði með gæði og veika púnkta.. ja einsog gengur með allar verur, virðist mér. Mér finnst ég ekki vera fullkomin og ekki heldur ófullkominn. Stundum finnst mér ég vera "guðlegur", sjá vítt yfir, stundum algjör fábjáni og líklega oftar einhverstaðar það á milli.. en þó, mér finnst ég nálgast eitthvað hreint, þrá heilagleika og hreinleika og sannleika og gleði og samveru. Við allt og alla og alveruna... máski hamingjan sé rétta orðið og þetta tel ég að fleiri þekki og hafi í sér, kannski við öll... missterkt á mismunandi tímum kannski en já alltaf er þessi þrá einhverstaðar að láta á sér kræla.. einhver trúaður mundi máski seigja þrá eftir guðdómi eða samruna, moksa, nirvana, algleymi og hér eru um ýmsar leiðir að velja... marga hurð má opna hér, marga slóð troða og nú veit ég alltíeinu ekki af hverju ég er að skrifa þetta hér .. er ég alltaf að básuna er ég að lesa fyrir einhvern, seigja sögu eða bara að hugsa upphátt? Jú máski er ég að kanna með sögum þessum og hugleiðingum hvort einhverstaðar sé manneskja sem hefur svipuð áhugamál og ég, hm.. hér er kannski púnktur. Jú, nú man ég hvað ég var að hugsa um... og af hverju ég var að tala um sjálfanmig... og seigja að ég sé ekki alltaf í fullkomnu formi. Þetta að einstaklingar eru viðkvæmt form... á meðan að hópurinn, fjölskyldan, þorpið sem form sem heldur velli. Þetta littla Þing er alltaf til staðar. Börnin vaxa úr grasi. Hér er "eilífðarform". Þessvegna er littla þingið ábyrgi aðilinn. Ekki einstaklingurinn. Þegar einn einstaklingur er eitthvað lasinn eða furðulegur, þá er samt fjöldi annarra í góðu formi og getur sinnt því sem sinna þarf. Þessvegna er einstaklingurinn hæpinn "fasti". Kóngar bregðast. Eru nærsýnir, veikjast, deyja, verða sjálfsuppteknir. En littla þingið er jafnari stjórnunareining. Stendur af sér storma. Heldur velli. Sumir einstaklingar eru verulega skapandi jú á köflum en ekki alltaf. Þessvegna er hópurinn, ábyrga formið. Þar kemur maður í manns stað. Þessi ofur trú okkar á einstaklinginn sem á land og á risa fyrirtæki og hvaðeinað. Kónga komplexinn. Þetta stenst ekki og hefur aldrei gert. Það hafa aldrei verið neinir góðir kóngar. Hvorki Friðrík mikli (sem þó var tekinn sem dæmi um góðan kóng hjá sumum og notað til að bakka upp kenninguna um ágæti þess að einstaklingur eigi að stýra hinum), né Alexander né Davíð, né Salomon. Allir rugluðust þessir menn. En í hóp sem er hæfilega stór til að allir geti þingað samtímis og séð hvern, hvert annað. Þá nýtast góðir einstaklingar vel. Þeir "skína" sem sól um sinn. Koma fram með hugmyndir sem eru svo góðar á stndum að allur hópurinn liftist upp af ákefð og undursamleka.

já ég er semsagt náttúrutrúar, trúi á ljósið, að það hafi í sér upplýsinu og lykil að lífinu, tel að við vöxum uppí þessu náttúruríki og að náttúran sé bliss

 að heilbryggð manneskja sé hamingjusöm ef allt er afslappað og eðlilegt

   að við höfum farið af þeirri braut félagslega og viðhorfslega og séum lasin, svolitið í anda Rúsó má seigja, jafnvel Steiner og Búdda og er með þá hugsun að við getum nálgast fullkomnun, það er sumsé, að hamingja sé möguleiki, jafnvel góður möguleiki og að það hafi með hvernig við komum saman að gera og innstillinguna og umhverfið, aðstæður..

þessvegna kemur sköpunin inn og vill skapa slíkar aðstæður, gera kósístað.. heimilislegt og svo kemur ástin og fjölskyldan.. þetter allt saman einsog hjá öðrum dýrategundum. Nú hvernig kom guð þarna inn? Jú mjög sterkir einstaklingar í fortíðinni, forfeður og mæður mörkuðu mjög sterk spor í sögu okkar og vitund og líkama. Þau verða guðir innra með okkur. Og stundum verð ég einn af þessum "guðum".  Ég verð skapari.  Að því leiti má sjá söguskoðun sem einskonar sjálfskönnun. Þessar upplýsingar eru mikið inní okkur en líka alltumkring og í tungumálinu og sögum. 

Við fáum að sjá hvað mannskepnan hefur að seigja um þetta ferðalag til þessa í þessum sögum. Og sögurnar hafa ákveðið mynstur og þemu.  Eitthvað er viðkvæmt og annað gefið en sumt er fjölrætt um. Og með samanburð á þessum sögum fæ ég kort. Myndir og atburðarrás. Sumt dregst ég ósjálfrátt að. Smámsaman skýrist myndin. Ég sé sögu mannsins og lífsins í samhengi. Og þar með sé ég sjálfanmig í þessu samhengi. Ég fer jafnvel að sjá mína persónulegu sögu í ákveðnum skildum fasa og saga manns og lífs.  - jæja ekki batnar það, ég set á pásutakka hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.