sitjum uppi með "besservissers" strengjabrúður erlends valds og því ekki "besser" heldur hitt þ.e. verra

Jóhanna og Steingrímur koma ekki vel útúr þessu grundvallandi lýðræðismáli þjóðarinnar...

það hefði mátt spyrja þjóðina um fleira en þessi Icesave lög ef það var vandamálið að ekki væri verið að spyrja um eitt eða neitt..

Nei þau sína þjóðinni óvirðingu og hafa sýnt að þau eru innst inni ekki með áhuga á vilja þjóðarinnar, ekki með raunverulegan áhuga á lýðræðisumbótum, á valddreyfingu og þar af leiðandi kemur spurningin eru þau fasistar?

sem þar á ofan hafa enginn ráð tiltæk önnur en að lúta stjórn wasington og þar á ofan vilja endilega kasta þessu valdi í evrópska yfirstétt

svoleiðis gjörsamlega bilað stjórnarfar og aumingjalegt ... sitjandi á nær tíföldum aumingjalaunum fyrir þetta ! verra en ekki neitt undirlægjuhátt og ekki bara ráðaleysi, heldur í raun tvöfalda landráðastefnu... nei þrefalda, því þjóðina má ekki spyrja ráða 

á fólkið í landinu að una við svona heingslahátt og svikamillu?

En stóri vandinn hér er... hverjir eru tilbúnir til að skipuleggja sanngjarnt samráðsform sem öll þjóðin getur tekið þátt í? "Jú ég er tilbúinn til að vera með í því ferli"... þetta þurfum við öll að seigja við okkur sjálf og semsagt... ég er með greinagerð um hvernig slíkum kosnungum skuli háttað svo öll þjóðin geti tekið þátt í því ferli sér til ánægju og gagnsemi fyrir allt samfélagið... gagnsemi sem heitir SÁTT! hvorki meira né minna, sátt um forgang mála og stefnumið og þar með einhverja stjórnun og viðnám vænti ég við þessari svívirðilegu yfirtöku og þjófnaði á íslandi og vilja til að knékrjúpa enn frekar

og ef það er ekki landráð að færa eignarrétt á auðlindonum yfir til útlendinga og ef það er ekki landráð og svik við kynslóðir framtíðar íslendinga að gefa landið til Brussel yfirráða 

þá lærðum við aldrei neitt á þessari blessuðu íslanssögu barnalærdómsins að þegar við gáfumst upp fyrir slægð noregskonungs 1262 að það væri íslendingum fyrir bestu að gangast undir noregskonung má vera að einhverjir hafi haldið þá en annað kom á daginn.

Það hefur aldrei verið góð hugmynd að gefa einhverjum öðrum vald yfir lífi þínu og velferð kæri þegn þessa lands. Það hefur aldrei verið til hin réttláti kóngur... það eru bara frekjurnar sem halda því fram

þessvegna seigi ég til baka með valdið þangað sem það kom frá þér og mér og okkur öllum og ef við viljum almennilegt samráð sem við jú hljótum að telja betra en ekki þá erum við einfaldlega öll með í því samráði og skipum okkur í 100 manna hópa og ræðum saman og þingum í nokkrar vikur hvert vor... já 4 - 5 vikur með undirbúningi og frágangi... að þessi hópur kynnist og ræðir saman og eldar og það er farið í göngutúra og í böð og svo kýs hver hópur einn fulltrúa og tvo meðreiðarmenn konur sem eru tengiliður hópsins við fulltrúann... sem kosinn er... sá fer á þing með sínum meðreiðaraðilum... um mitt sumar... Landsþing.. þar eru þá mættir yfir 3000 manns og plús meðreiðarfólkið... 9000 manns og þessu fólki er aftur skipt upp í 30 100 manna hópa (aðstoðarfólkið fær að vera með en hefur ekki atkvæðisrétt og þessir 30 hópar hafa ef til vill mismunandi áherslur... málaflokka að skoða og menn kynnast og elda saman og stunda leiki og böð og í lokin er aftur kosinn fulltrúi allra 30 deilda og þá er þar landsstjórn til eins árs 30 manns.

Hér er skemmtilegt form sem byggir bæði á virðingu við foringjahæfileikum og gætir þó þess að samfélagið í heild njóti góðs af flekar en einn einstaklingur sem við höfum reynslu af að kemur okkur í bobba


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband