kyn og kynþættir

þrjú viðkvæm fyrirbæri (og ég ætti nottlega ekki að ræða um ... ef ég væri að passa uppá að vera ekki óvinsæll eða milli tanna fólks, en án umræðna verða samskiptin lítið betri)

Samskipti kynjanna hafa verið erfið.. sérílagi síðustu 12000 árin. Og kannski miklu lengur. Saga átaka milli kynja og kvennavald (mikilvægi og virðing) og karlaveldi (patríark og hetjumynd karla sem drottnara og nauðgara) er saga um átök á heimilum og kvernig móðurveldið er drepið niður og föðurveldið knúið fram um árþúsundir. Ekkert lát er á þessum átökum. Og lítill skilningur á. Nær enginn umfjöllun eða viti borin umræða. Hvernig verður unnið úr þessum samskiptavanda er spurning aldanna og dagsins. Eru konur betri eða verri, sterkari eða veikari? Eða övugt?  Var mannlífið betra á meða ömmurnar voru spurðar ráða heldur en eftir að afarnir tóku völdin? Hafa konur ráðið meiru en karlar hafa viljað taka eftir? Hvaða djúpstæða vantraust hálfsefur í vitund karldýrsins gagnvart konunni og hvaða dýrkun á hvaða eiginleikum? Sem kemur fram í ásökunum á Evu í biblíunni og Njálssögu og Laxdælu og Ólafi Liljurós og stjúpu og Grílusögum? Ásakanir um mannát nornar í skógi og drekadísir og tröllkonur? Og hinsvegar hvaða reiði og hatur og fyrirlitningu, væntingar og ást ber konan til mannsins? Eða hvernig hafa samskiptin verið í gegnum aldirnar og árþúsundirnar?

Hér eru viðkvæmu púnktarnir í mannskepnunni og tabúinn stara á okkur. Jaðrar við að ekki meigi tala upphátt. Maður og kona sem fara á fullt í valdabaráttu og torýma heimilum og hvert öðru. Og svo verða til klisjur og stimplar og kjaftasögu og haturs stríð. Þessi samskiptavandi er ekkert minni á íslandi en í Arabalöndum eða í Bólivíu og jafnvel meðal frumstæðra þjóða svokallaðra. Þar er ýmist sterk karladrottnun eða sterkar konur. Og getur farið saman á furðulegan hátt. Þessi vandi er gamall og grafinn djúpt í vitund okkar allra.  Þeir sem sjá það ekki eru blindir.  Ég hef skrifað um þetta oftlega á blog.is og víðar. Serstök umræðuþing um þessi mál væri mjög til aukinnar innsýnar og væntanlega heilunar á þessum sáru og viðkvæmu og afræktu punktum er varða sjálfa miðjuna.. heimilið og persónuleikaþróun okkar á uppvexti.

Drengurinn góði, hetjan, faðir og skúrkur, trúður og hin ráðagóði (seiðmaðurinn) hin vísi Merlin og Ra

saklausa stúlkan, náttúrubarnið, móðirinn og nornin eða stjúpan afbrýðisama og gyðjan

eru nokkrar mismunandi myndir þessara höfuðskepna er mikil lækning ef við getum skilið og skírgreint fyrir okkur sjálfum og hvert öðru. Og leið út úr miklum ófarnaði sem plagað hefur fjölskylduna og samskiptin innan hennar um árþúsundir. Hvernig viljum við hafa þessi samskipti. Hvað er ást og hvað er ábyrgð og hvernig viljum við ala upp ungviði eru grundvöllur umræðunnar þar.

Af þessum samskiptavanda og erfiðleikum í fjölskyldunni hef ég reynslu og þar eru fleiri. Má seigja að feministahreyfingin og kynja (gender studies) sé til orðin út af þessum djúpstæða vanda. Mest í höndum kvenna þar sem karlar almennt vilja síður skoða þessi mál ofaní kjölinn. Kannski óvanari að kanna þetta tilfinningahaf sem tengist þessum samskiptum með orðum almennt. Konur standa nær umræðunni altént er reynsla margra. En sumsé... opnum þessar tabúkistur og við munum dýpka í skilningi.

Annað mesta samskiptavandamál manna eru samskipti kynstofna.

Og hugmyndin um að sumir séu verri og aðrir betra fólk. Rasismi. Þjóðernishyggja.  Hrein gen eða blönduð. Blátt blóð og konungakyn, nasistar og Gyðingar og Íslendingar og fleiri með hugmyndir um gæði blóðsins. Eða upphlaup Þráins Bertelssonar um listamannastyrkinn... að sumir eru fábjánar og aðrir skapandi séni sem þurfa meira fé milli handanna til þess að sinna listum en hinir. Hvað á hann við og hversvegna kom svona mikil ólga í umræðuna í kringum þessa yfirlýsingar Þráins?   Og foringjahugmyndir Hannesar. Eða tal um þroskaðar sálir og einfaldar sálir.  Séní og hæfileikafólk. Súpermannsdella amerískra kvikmynda.  Kristur og Krishna og fyrirmyndirnar. Stjörnur kvikmyndanna?    Ameríski járnmaðurinn. Hin gáfaði, freki, ríki, hátæknivæddi ósigrandi og sexí frjálsi ameríski járnmaður. Og góði einsog honum finnst sjálfum. 

Flestir virðast vera á þeim buxum að halda þessum viðkvæmu málum á kjaftasögubasanum. 



Tabú óttans um stríð hangir yfir umræðunni.  Sagt er að flestar þjóðir telji sig bestar. Í Afríku er litla fólkið hinsvegar séð sem "lélegast" eða lægst í "goggunar röðinni" og meðferðin á þeim eftir því af nágrönnum.  Bændur litu niður á bæjarbúa fyrir 100 árum og kölluðu ruslaralýð.  En svo snérist dæmið við.. bændur þóttu hallærislegir af bæjarbúum. Hvort er betra náttúrufólkið í Kalaharí eða miðstéttamaður í norðri?  Við svona spurningu fáum við ýmis svör eftir því hver er spurður. Ég er norðurmaður hvítur og fölur og ofdekraður í heitum húsum á ruslfæði kauphúsa en dáist mest að náttúrufólki. Eða er Arabinn betri eða verri en Ísraelsmaður? Serbinn eða Króatinn? Svartur eða hvítur? Mér finnst báðir flottir en sá svarti í strápilsi finnst mér mun meira spennandi og hans mússík en diskóið.

Er arabíski hesturinn betri eða verri en sá Íslenski eða Mongólski?  þarf að blanda þeim öllum saman svo ekki verði metingur?.. eða má blanda og líka halda þeim til haga einsog þeir eru? Hugmyndirnar sem menn hafa gengið með um lausn eða leið útúr þessum vanda allavega meðal stjórnmálamanna eftirstríðsáranna er að blanda kynþáttum. Aðallega af ótta við átökin sem hafa komið upp á milli trúarhópa. Mér finnst óþarfi beinlínis að ýta undir blöndun en að blöndun sé í lagi. Stundum vel heppnuð. Við sjáum ræktun og ræktunarleysi í hundum og plöntum.. og allt er þetta mjög afstætt og marþætt. En samt tölum við um “hreinræktun” þar án þess að óttast rasisma.



Svo koma trúarbrögð þarna á eftir sem máski 3 viðkvæmasta samskiptamál sögunnar... Siða og hugmyndaheimur hverrar menningar fyrir sig.  Þarna standa Kristni og Íslam uppúr hvað varðar kröfu um að allir taki upp þeirra siði.   Og viti menn.. stríðið sem háð er í heiminum nú er að mestu milli þessara trúarhópa..  Gyðingdóms og Kristni og Íslam. Og þeirra kristnu og gyðinga sem kastað hafa trúnni og telja sig trúlausa .. efnishyggjunnar. Og þar eru margir í dag.  Margir trúa á vísindin. Hvað sem það er. Eða þekkingu og sannleika. Og svo er trúað á kærleikann.

Og það er nokk merkilegt að það eru tveir mjög andstæðir hópar sem vilja þessa blöndun. Annarsvegar auðhyggjufólkið ... yfirstétt heimsins í dag og hinsvegar þeir sem trúa á kærleikann og samráð.. mikið millistétt og fátækara fólk. Kemur "glóbalisminn" jafn vel út fyrir báða þessa hópa?

Og ég er á því að millistéttin og hinir fátæku komi mun ver út úr þessum “glóbalisma”. Peningaóðir eru með þessum stöðugt opnari landamærum að ná auknu tangarhaldi á allri framleiðslu og eignum og að auka mjög á misréttið. Eina sem við höfum til þess að hafa áhrif er þessi samráðshefð. Þinghaldið. Lýðræði þjóðlandanna. Því þurfum við að passa uppá þjóðlöndin og þinghefðina. Ef við leysum upp allar þessar minni einingar verður misréttið meira. Í litlum einingum er meiri jöfnuður en í stórum. Því minni.. því meiri samskipti því meiri jöfnuður. Og lýðræði og þar með samræða og samráð blómstrar betur í litlum einingum. Að ganga inní stórar einingar gerir smærri einingar að nær engu og einstaklinginn lítinn. Samanber Evrópa.. að fara í þann félagskap með bilað lýðræði er því mun meira afsal sjálfsákvörðunarrétti og binding en réttindin sem þar fást er það sem ég sé í þeirri stöðu. Við þurfum því að vernda þessa einingu þjóðríkið ísland frekar en að veikja það ef við ætlum að hafa roð í að veita valdi græðginnar viðnám og stefna á jafnræði frekar en misrétti.

Að síðustu hér.. mikil blöndun er í gangi og ég er ekki að fjargviðrast út af því en eftir því sem við aukum við þar verður erfiðara að halda saman íslenskri þjóð, menninu, tungu og landi. Sama á við um allar aðrar þjóðir. Ég hef ekki áhuga á spennu milli kynstofna. Og ég er ekki að æsa upp í mismunun. Og ég hef samúð með stríðshrjáðum og bið um frið. En styð hjálpar og stuðnings og friðaraðgerðir varðandi stríðshrjáðra og styð og vona að menn fari til síns heima og hjálpi til við að byggja upp sína rótarmenningu þegar stríðum linnir. Styð við fjölbreyttni manneskjunnar mjúklega og með rökum með því að ráðleggja hæga blöndun ef það er nokkur leið að hafa einhver áhrif á þessa að því er virðist því nær taumlausu mannskepnu. Hið menningarlega þjóðríki.. það þarf að ræða... samráðssáttmálan.

Og svo er það græðgin og misréttið. Slægðin og frekjan. Egóið og hvernig heilinn og hugurinn virkar og þróaðist. Allt stórar spurningar er varða samskipti og samráð og þann samskilning sem við þurfum að rækta á þessum þingum sem lifandi samráðshefð þarf að ganga í gegnum og ná utanum til þess að við getum horft á þessi mjög svo viðkvæmu svæði í tilvist okkar, við og “hinir” ja eða við saman.

Þetter líklega orðið of langt..(hver nennir að lesa svona langt blogg.. einn af þúsund? Og þó það sé of yfirborðslegt og hratt yfir farið og of snúbbótt og ekki nógu vel fram sett og aðeins tæpt á

legg ég mikla orku í að reyna að koma einhverju skipulagi á hugsanir mínar og tilfinningar með þessu pikki um stór mál og finnst það þó fátæklegt.. skuggi einn af því sem ég upplifi og sé og skynja um leið og ég hripa þessi orð.. skiptir máli að opna sig?.. tjá sig eða er ég bara að gera mig sýnilegan fyrir þá sem vilja hafa mig að háði? eða er hér innlegg í umræðu sem leiðir til aukins skilnings einhverstaðar?.. ja viðskulum sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband